Sjúkraþjálfun eldri borgara - Ég var í þrísetnum barnaskóla Jakobína Sigurðardóttir skrifar 8. desember 2020 11:02 „Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
„Baby Boom“ kynslóðin er að komast á ellilífeyrisaldur. Þegar þessi kynslóð var að alast upp voru mörg börn á hverju heimili í góðæri eftirstríðsáranna. Barnaskólinn í hverfinu mínu var vel byggður og góður en allt of lítill fyrir þennan mikla barnaskara. Þess vegna var brugðið á það ráð að þrísetja skólann. Einn hópur kom klukkan átta, annar klukkan ellefu og sá þriðji klukkan tvö. Mömmurnar voru heima og þetta gekk vel. Á menntaskólaárunum var ég um tíma í tvísetnum skóla, a.m.k. fyrstu árin. „Baby Boom“ kynslóðin hefur haft ruðningsáhrif ef svo má segja. Skólar voru stækkaðir, og innviðir þjóðfélagsins stækkuðu, á endanum voru skólar einsetnir. Mömmurnar voru ekki lengur heima og börnin fengu mat í skólanum, allt féll í ljúfa löð. Nú er komið að síðasta kafla ruðningsáhrifa „Baby Boom“ kynslóðarinnar. Hún er að komast á ellilífeyrisaldur og HVAÐ ÞÁ-? Við munum ekki tví- eða þrísetja hjúkrunarheimili, -eða hvað? Á næstu árum má vænta mikillar fjölgunar landsmanna í hópi eldri borgara. Reiknað er með að landsmönnum 67 ára og eldri fjölgi um 42% á næstu fimmtán árum eða um 30 þúsund. Fjölgun 85 ára og eldri verður veruleg eftir 2028. Reiknað er með að þessi hópur næstum þrefaldist að stærð á tímabilinu frá 2019 til 2060, úr tæplega 2% í rúmlega 5% af þjóðinni. Við þurfum sem samfélag að vera tilbúin til þess að gera eldri borgurum mögulegt að lifa með reisn. Gera þeim kleift að vera eins sjálfbjarga og mögulegt er eins lengi og nokkur kostur er. Stærsti þátturinn í að gera þetta mögulegt er að viðhalda góðri heilsu og þá kemur gildi þjálfunar strax í hugann. Það sýnir sig betur og betur með rannsóknum í nútímanum, það sem sjúkraþjálfarar hafa alltaf vitað, að þjálfun er einn mikilvægasti þátturinn í að halda góðri heilsu í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að þjálfun hægir á framgangi öldrunarsjúkdóma. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í að þjálfa fólk og viðhalda færni við allar mögulegar aðstæður frá vöggu til grafar. Þjálfun eldri borgara og allt það sem gera má til þess að endurhæfa og viðhalda færni gerir þeim kleift að búa lengur sjálfbjarga heima við. Þjálfun á styrk, jafnvægi og úthaldi bætir ekki einungis heilsu, bæði líkamlega og andlega, heldur stuðlar hún einnig að meira öryggi, færri byltum og færri brotum. Sjúkraþjálfun er nú í boði á stofum úti í bæ og inni á heimilum fyrir þá sem veikari eru. Þjónusta við eldri borgara á þennan hátt er samfélagslega miklvæg og seinkar og eða fækkar innlögnum á sjúkrahús og á hjúkrunarheimili. Með því má spara háar fjárhæðir fyrir samfélagið á sama tíma og aldraðir geta búið lengur heima við verið meira sjálfbjarga og haldið virðingu sinni og reisn. Mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld og landsmenn allir séu meðvitaðir um gildi þjálfunar. Sparnaður á þessu sviði getur valdið óþarfa og óvæntum útgjöldum annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Sjúkraþjálfarar hafa nú starfað án samnings við Sjúkratryggingar, á reglugerð, í bráðum tvö ár. Nýverið var reglugerð framlengd til tveggja mánaða með ákvæði um þrengra aðgengi almennings að sjúkraþjálfun þar sem bráðameðferðir voru felldar niður. Skýtur hér skökku við á tímum þar sem álag á heilbrigðiskerfið er mikið. Vilji ráðamenn bregðast á skynsamlegan hátt við fjölgun aldraðra þá er lykillinn að því stórfelld efling sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar. Hver kynslóð hefur mikið fram að færa. Enginn vill verða byrði á samfélaginu. „Baby Boom“ kynslóðin hefur ekki sungið sitt síðasta. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun