Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 14:15 Landsréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í. Gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun að áfrýja dóminum til Landsréttar. „Ljóst er að talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir ÍL-sjóð og þar með ríkissjóð, en ekki síður fyrir þá 8.500 lántaka sem greitt hafa upp lán með uppgreiðslugjaldi og þá 3.300 sem eiga útistandandi lán. Þegar hafa verið innheimtir um 5,2 ma.kr. í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána eru um 3 ma.kr., en gjöldunum var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána,“ segir í tilkynningunni. Því telji ríkið rétt að fá úr málinu skorið fyrir Landsrétti enda telji ríkið að ósamræmi sé í dómafordæmi sem leysa þyrfi úr. Þá telur ríkið einnig að ekki hafi verið tekið tillit til ávinnings sem hjónin sem sóttu málið hafi notið vegna lægri vaxta á láni þeirra frá Íbúðarlánasjóði. „Þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir verður innheimta uppgreiðsluþóknana með óbreyttum hætti. Verði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðsluþóknana verði dæmd ólögmæt munu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki verður gerð krafa um að fyrirvari hafi verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána.“ Húsnæðismál Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Í síðustu viku dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í. Gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að stjórnvöld hafi tekið þá ákvörðun að áfrýja dóminum til Landsréttar. „Ljóst er að talsverðir fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi fyrir ÍL-sjóð og þar með ríkissjóð, en ekki síður fyrir þá 8.500 lántaka sem greitt hafa upp lán með uppgreiðslugjaldi og þá 3.300 sem eiga útistandandi lán. Þegar hafa verið innheimtir um 5,2 ma.kr. í sambærilegum uppgreiðsluþóknunum og ógjaldfallin uppgreiðslugjöld virkra lána eru um 3 ma.kr., en gjöldunum var ætlað að mæta kostnaði sjóðsins af uppgreiðslu lána,“ segir í tilkynningunni. Því telji ríkið rétt að fá úr málinu skorið fyrir Landsrétti enda telji ríkið að ósamræmi sé í dómafordæmi sem leysa þyrfi úr. Þá telur ríkið einnig að ekki hafi verið tekið tillit til ávinnings sem hjónin sem sóttu málið hafi notið vegna lægri vaxta á láni þeirra frá Íbúðarlánasjóði. „Þar til niðurstaða Landsréttar liggur fyrir verður innheimta uppgreiðsluþóknana með óbreyttum hætti. Verði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðsluþóknana verði dæmd ólögmæt munu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki verður gerð krafa um að fyrirvari hafi verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána.“
Húsnæðismál Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42 „Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir Nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. 5. desember 2020 12:42
„Í dag er fallinn tímamótadómur“ Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur. 4. desember 2020 18:30