Hinn grenjandi minnihluti Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. desember 2020 13:30 Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Þjóðgarðar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um stofnun hálendisþjóðgarðs á Alþingi í gær voru flestir þingmenn sem tóku til máls andvígir stofnun hálendisþjóðgarðsins eða höfðu uppi verulega fyrirvara við stofnun garðsins. Á meðan umræðunni stóð fengum við þingmenn bæði tölvupósta og skilaboð sem öll hvöttu okkur til þess að hafna skertu frelsi landsmanna til aðgengis um hálendi landsins. Við vorum vöruð við að semja ekki af okkur þau réttindi sem fylgt hafa landsmönnum um aldir og tilheyra kynslóðum framtíðar. Varasamt er að takmarka aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs með gjaldtöku og aukinni stýringu. Margar umsagnir bárust einnig í samráðsgátt stjórnvalda eða 72 talsins, sem gefur til kynna mikinn áhuga á málefninu. Við megum ekki mistúlka hugtakið um sjálfbærni á þann hátt að þróun samtímans dragi úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta grunnþörfum sínum. Þær geta verið ýmsar eins og þörf fyrir vistvæna orku og dreifingu hennar með arðbærum hætti. Skiptar skoðanir eru innan sveitarfélaga um stofnun þjóðgarðsins og umsagnir þeirra til bera vott um að andstaða þeirra er hörð þar sem skipulagsvald þeirra verður skert til muna innan þess svæðis sem fellur undir fyrirhugað svæði. Auk þess kemur það skýrt fram að að ekki hefur náðst viðunnandi niðurstaða um heimildir til orkunýtingar innan svæðisins og ljóst að umræða um rammaáætlun þarf að eiga sér stað áður. Umræðu um þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða er ólokið og án niðurstöðu er stofnun hálendisþjóðgarðs ótímabær. Áhyggjur af sama meiði má lesa í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sama stef má lesa í umsögn Bændasamtaka Íslands þar sem þau segja að umræðu um rammaáætlun verði að ljúka áður. Í hátíðarræðum eru bændur oft, að sönnu, sagðir vörslumenn landsins, í einni slíkri frá árinu 1998 sagði þáverandi formaður Bændasamtaka Íslands við setningu Búnaðarþings að bændur stæðu landinu næst, væru þar með hæfastir til þess að standa vörð um landið og auðlindir þess. En fræðimenn teldu hins vegar landið allt og nýting þess ætti að vera undir ströngu fræðilegu eftirliti, þó svo að kostnaðar við eftirlitið drægi úr möguleikum til nýtingar landsins. Þetta hefur ekkert breyst, okkur ber að finna leið að því hvernig við öll getum notið þess að fara um landið gæta hagsmuna komandi kynslóða og standa vörð um þann rétt sem við höfum til skynsamlegrar nýtingar auðlinda. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar