Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 15:37 Frá stóra salnum hjá World Class í Laugardal en um er að ræða stærstu líkamsræktarkeðju landsins. Vísir/Vilhelm Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Inni í þessum tölum um smit í líkamsræktarstöðvum er ekki að finna fjölda þeirra sem smituðust við hnefaleikaæfingar í Kópavogi í október. Alls smituðust 84 við hnefaleikaæfingar hjá VBC í Kópavogi. Smit í Hrafnagili Greint var frá því í október að smit á Norðurlandi mætti rekja til morgunsunds í sundlauginni Hrafnagili í Eyjafirði. Fram kemur í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, að tölurnar séu birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með 100 prósenta vissu hvar einstaklingur smitast. Þá megi einnig hafa í huga að ekki hafi tekist að rekja öll smit. Upplýsingarnar byggja eingöngu á upplýsingum úr rakningargrunninum en þar er að finna þau smit sem starfsfólk smitrakningarteymis hefur tengt saman. „Engin smit rakin í stöðvarnar“ Sundlaugar á landinu verða opnaðar á morgun samkvæmt heimild í reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var í gær. Líkamsræktarstöðvar þurfa áfram að hafa lokað til 12. janúar hið minnsta. Eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína í ljósi ákvörðunar heilbrigðisráðherra. Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class, telur þá ákvörðun ólögmæta. „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað,“ sagði Björn ósáttur við Vísi í október og vísaði til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Alls hafa 5516 greinst smitaðir af Covid-19 hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. 9. desember 2020 13:43
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18