Eitthvað er rotið í Danaveldi Ólafur Ísleifsson skrifar 13. desember 2020 10:01 Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins hafa á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra flytji frumvarp um breytingu á útlendingalögum með það að markmiði að hemja útgjöld ríkissjóðs til málefna hælisleitenda og auka skilvirkni í málsmeðferð. Tryggt verði að ákvörðun um hvort umsókn fái efnislega meðferð taki að hámarki 48 klukkustundir og að niðurstaða málsmeðferðar liggi fyrir innan sex mánaða. Greinarhöfundur er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Skilvirkni Tillagan snýst um sparnað fyrir ríkissjóð, skilvirkni í stjórnsýslu og bætta nýtingu fjármuna sem veittir eru til að styðja fólk í nauðum statt úti í heimi. Tillaga Miðflokksins er sett fram með hliðsjón af reynslu nágrannaþjóða með áherslu á nýlega norræna stefnumörkun. Tillagan styðst við mannúðarsjónarmið en er flutt án leyfis frá þeim sem slegið hafa múr- og naglföstu eignarhaldi á mannúð og góðmennsku. Ábyrg stefna á grundvelli mannúðarsjónarmiða Af ítarlegri stefnuskrá danska jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingar, og einörðum málflutningi Mette Fredriksen forsætisráðherra, má ráða að danskir kratar telji Danmörku nánast í nauðvörn vegna mistaka í stefnu liðinna ára í málefnum hælisleitenda. Jafnaðarmannaflokkurinn hafnar gildandi stefnu í málaflokknum. Fólk á flótta setji sig í lífshættu þar sem menn af misjöfnu sauðahúsi græði stórfé á ógæfu annarra. Á þremur síðustu árum hafi tíu þúsund börn, konur og karlar farist eða týnst í Miðjarðarhafinu. Þessi harmleikur kalli á réttlátara hælisleitendakerfi. Hér eru borin fram mannúðleg sjónarmið án þeirrar sýndarmennsku sem stundum gætir í þeim efnum. Móttökustöð utan Evrópu Í þessu ljósi setja danskir jafnaðarmenn fram aðalstefnumál sitt í málaflokknum: Að sett verði á laggirnar, helst í samstarfi við aðrar Evrópuþjóðir, móttökustöð hælisleitenda utan Evrópu. Komi hælisleitendur á danska grundu skuli senda þá í móttökustöðina. Danmörk muni taka við ákveðnum fjölda kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þannig fáist stjórn á hve mörgum flóttamönnum sé hjálpað í Danmörku. Mistök fortíðar Í stefnuræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins 6. október sl. fylgdi Mette Fredriksen forsætisráðherra, þessari stefnu eftir. Hún sagði útlendingastefnu fortíðar hafa verið mistök. Ríkisstjórnin myndi halda áfram strangri stefnu, en meira þyrfti að koma til. Evrópska hælisleitendakerfið væri í raun hrunið. Breyttar áherslur í málefnum hælisleitenda Í ræðunni sagði forsætisráðherra: Eins og komið er bregðumst við bæði þeim sem flýja með milligöngu smyglara og þeim sem eftir sitja og hafa mesta þörf fyrir hjálp. Aðstoð Dana hljóti að beinast að því fólki. Við viljum meðhöndla hælisumsóknir utan Danmerkur í þriðju löndum, sem veitt geta þeim öryggi sem þurfa á vernd að halda. Frá sínum bæjardyrum væri þetta eina raunhæfa framtíðarlausnin og boðaði hún lagafrumvarp í framhaldinu. Nauðsyn á landamæraeftirliti Stefna jafnaðarmanna og ræður danska forsætisráðherrans bera því glöggt vitni í hvílíkar ógöngur Danir hafa ratað í málefnum hælisleitenda. Orð Shakespeares úr leikritinu um danska prinsinn Hamlet í fyrirsögn þessarar greinar sýnast eiga við. Í stefnu jafnaðarmanna er að finna tillögur um eftirlit á landamærum, breytingar á Schengen-samkomulaginu og sendingu hælisleitenda til heimalands. Meðan ekki er stjórn á ytri landamærum Evrópusambandsins og hætta á óhæfuverkum vofi yfir skuli Danmörk viðhalda landamæraeftirliti. Umbætur þurfi á Schengen-samkomulaginu þannig að einstök aðildarríki ES ákveði stjórn á eigin landamærum. Með því ráði Danir hverjir komi inn í landið. Þetta sé grundvallaratriði til að tryggja öryggi dönsku þjóðarinnar. Norska ríkisstjórnin hefur uppi áþekk sjónarmið. Flóttamenn eða farandfólk? Í stefnu danskra jafnaðarmanna segir að margt af því fólki sem komið hafi til Danmerkur og Evrópu á síðustu árum séu ekki flóttamenn heldur farandfólk í leit að betra lífi. Verði samþykkt að slíkir fái vist í Danmörku muni margir leita þangað. Þetta ráði danskt samfélag ekki við. Samfélagið sjálft, velferðarkerfið og hlutskipti launafólks eru undir í málinu. Samfélag, velferðarkerfi og kjör launafólks Í stefnuskjali jafnaðarmanna segir að áætlað sé að um 20 þúsund manns dvelji ólöglega í Danmörku. Til dæmis geti verið um að ræða hælisleitendur sem fengið hafi afsvar og sem yfirvöld viti ekki hvar haldi til. Þeir hafi horfið undir yfirborð jarðar og lifi skuggalífi í Danmörku. Þeir framfleyti sér til dæmis með afbrotum og svartri vinnu sem hafi skapað ólögmætan vinnumarkað í Danmörku. Skilyrði öflugs velferðarsamfélags sé vel starfandi vinnumarkaður þar sem fólk geti lifað af tekjum sínum. Það grafi undan dönsku samfélagi ef við lýði er ólöglegur hliðarvinnumarkaður þar sem fólk á ólögmætum forsendum starfi á mjög lágum launum og við óviðunandi skilyrði. Jafnaðarmenn sætta sig ekki við ólögmætan vinnumarkað og slíka meðferð á fólki og ekki að réttindi launafólks séu fótum troðin. Tillaga okkar Miðflokksmanna styðst við sjónarmið af ofangreindu tagi. Leggjum við hlustir og afstýrum alvarlegum vanda Stefna danskra jafnaðarmanna og málflutningur Mette Fredriksen forsætisráðherra sýnir að eitthvað hefur farið alvarlega úrskeiðis í landi okkar dönsku vinaþjóðar. Við hljótum að leggja við hlustir og afstýra því að hið sama gerist hér áður en það er orðið of seint. Við getum ekki látið sem við tökum ekki eftir að eitthvað er rotið í Danaveldi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar