Trump frestar því að samstarfsmenn hans fái bóluefni gegn Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. desember 2020 07:19 Trump segist sjálfur ekki fá bólusetningu strax en hann hlakki til að fá hana þegar þar að komi. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að fresta þeim fyrirætlunum að samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu skyldu verða með þeim fyrstu í Bandaríkjunum til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Frá þessu greindi Trump á Twitter í gær skömmu eftir að New York Times hafði greint frá því að þeir starfsmenn Hvíta hússins sem starfa næst forsetanum yrðu á meðal þeirra fyrstu til að vera bólusettir í landinu. Í tísti sínu sagði Trump að starfsmenn í Hvíta húsinu myndu vera bólusettir síðar nema ítrustu nauðsyn bæri til. Sjálfur kvaðst hann ekki fá bóluefni á næstunni en hann hlakkaði til þess að vera bólusettur þegar þar að kæmi. People working in the White House should receive the vaccine somewhat later in the program, unless specifically necessary. I have asked that this adjustment be made. I am not scheduled to take the vaccine, but look forward to doing so at the appropriate time. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Dreifing á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 hefst í dag í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Bandaríkjamenn grátt en hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna eða látist vegna Covid-19. Tala látinna nálgast nú 300 þúsund manns. Bóluefni Pfizer og BioNTech er það fyrsta sem fær leyfi hjá Bandarísku lyfjastofnuninni (FDA) og nú er komið að því að dreifa efninu um landið. Heilbrigðisstarfsmenn og íbúar á öldrunarheimilum verða fyrstir til að fá bólusetningu en gert er ráð fyrir að hægt verði að bólusetja um þrjár milljónir manna í fyrstu atrennu. Fleiri bóluefni eru nú á lokastigum rannsókna og er vonast til að þau komi á markað í upphafi næsta árs eða jafnvel fyrr.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira