Nets-tvíeykið er farið af stað, Giannis á eftir að skrifa undir og óvænt stjarna hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:00 Kevin Durant og Kyrie Irving léku í fyrsta sinn saman hjá Brooklyn Nets þann 13. desember. Sarah Stier/Getty Images Eftir vægast sagt stutt „sumarfrí“ eru lið NBA-deildarinnar í körfubolta farin að undirbúa komandi tímabil. Þann 12. des hófu liðin að leika æfingaleiki og eru nokkrir hlutir sem vekja strax athygli. Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá. Körfubolti NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Þar ber hæst að Brooklyn Nets-tvíeykið er þegar byrjað að stilla saman strengi. Hér er um að ræða þá Kevin Durant og Kyrie Irving, sá fyrrnefndi hefur ekki leikið í 18 mánuði. Durant lék 24 mínútur í fimm stiga sigri Nets á Washington Wizards í fyrsta æfingaleik tímabilsins. Lokatölur leiksins 119-114 þar sem Durant skoraði 15 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Irving skoraði 18 stig og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 17 mínútum sem hann lék. 15 for @KDTrey5 in his @BrooklynNets debut! pic.twitter.com/GynywniKsz— NBA (@NBA) December 14, 2020 Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Steve Nash gengur í sínu fyrsta starfi sem þjálfari en ef þeir Durant og Irving verða upp á sitt besta í vetur má reikna með fantagóðu Brooklyn-liði. Meistarar Los Angeles Lakers hafa unnið nágranna sína í Clippers tvívegis nú á þremur dögum. Hvorki LeBron James né Anthony Davis hafa leikið með liðinu til þessa. Fyrri leikinn van Lakers 87-81 en þann síðari 131-106. Í síðari leik liðanna var það hinn tvítugi Talen Horton-Tucker sem stal senunni. Hann lék 41 mínútu og gerði 33 stig ásamt því að tíu fráköst. Enginn leikmaður vallarins skoraði fleiri stig né tók fleiri fráköst. Var hann einnig stigahæstur í fyrri leiknum, þá með 19 stig. Talen Horton-Tucker (@Thortontucker) GOES OFF in the @Lakers win! #NBAPreseason33 PTS | 10 REB | 4 AST | 4-5 3PM pic.twitter.com/F4KOLfDNM4— NBA (@NBA) December 14, 2020 Milwaukee Bucks og Dallas Mavericks eru búin með einn af tveimur æfingaleikjum sínum. Þó svo að Giannis Antetokounmpo hafi verið með tvöfalda tvennu - 25 stig og tíu fráköst - þá vann Dallas samt tíu stiga sigur, 112-102. Athygli vekur þó að Giannis á enn eftir að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Bucks. Ef hann skrifar ekki undir fyrir 21. desember getur hann samið við annað lið næsta sumar. 25 points in 25 mins.The back-to-back MVP at work: pic.twitter.com/UUDoumHLKa— Milwaukee Bucks (@Bucks) December 13, 2020 Hjá Dallas var Luka Dončić að sjálfsögðu stigahæstur í liði Dallas með 13 stig á þeim 16 mínútum sem hann lék. Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í liði Dallas. NBA-deildin fer af stað á nýjan leik þann 23. desember og þá fyrst skiptir máli hvernig leikur Lakers og Clippers fer en liðin mætast strax í fyrstu umferð deildarinnar. Deildinni er þannig skipt upp á komandi tímabili að fyrri hluti hennar verður leikinn 22. desember til 4. mars. Þá kemur hlé vegna Stjörnuleiksins og öllu sem honum tilheyrir. Síðari hluti tímabilsins fer fram frá 11. mars til 16. maí og frá 22. maí til 22. júlí er úrslitakeppnin á dagskrá.
Körfubolti NBA Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira