Innlent

Skriðuhætta á Austfjörðum og gul viðvörun suðaustanlands

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aurskriður hafa þegar fallið á Austfjörðum.
Aurskriður hafa þegar fallið á Austfjörðum. Getty/Surachet Kedkittikhun

Varað er við norðaustan stormi á Suðausturlandi í kvöld. Átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Gul viðvörun gildir fyrir landsvæðið rennur úr gildi klukkan 22.00 í kvöld þegar dregur úr vindi smám saman.

Norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á morgun, hvassast með Suðurströndinni og á landinu norðvestanverðu. Þurrt að kalla sunnan- og vestanlands en annars rigning eða slydda með köflum.

Áfram er spáð talsverðri rigningu á Suðausturlandi og á Austfjörðum. Jörðin er vatnsmettuð eftir talsverða rigningu og snjóbráð undanfarna sólarhringa. Áfram má búast við vatnavöxtum með talsverðu vatnsrennsli í ám og lækjum næstu daga. Aurskriður hafa þegar fallið á Austfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×