Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.
Þá er sérstaklega varað við skriðuföllum.
„Áfram er spáð talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. Jörðin er vatnsmettuð eftir rigningar og snjóbráð undanfarna sólahringa. Áfram má búast við vatnavöxtum með talsverðu vatnsrennsli í ám og lækjum næstu daga. Aurskriður hafa fallið á Austfjörðum.“
Veðurstofan spáir noraustanátt, víða 13 til 20 m/s en hægari á Austurlandi. Það verður þurrt að kalla sunnan- og vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum og talsverð rigning á Austfjörðum.
Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.
Heldur hægari vindur á morgun, skýjað og dálítil rigning og slydda fyrir norðan og austan.
Hiti 0 til 6 stig.