Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 21:01 Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. Meirihluti í Öldungadeildinni er í húfi. Í skilaboðum framboðs forsetans til stuðningsmanna hans segir meðal annars að það sé nauðsynlegt að stöðva Demókrata í Georgíu. Repúblikanar þurfi fjármagn frá stuðningsmönnum þeirra. Stjórnmálamenn í báðum flokkum Bandaríkjanna senda nú út tölvupósta og annarskonar skilaboð í massavís þar sem markmiðið er að safna fjármunum í framboðssjóði í Georgíu. Gallinn fyrir Repúblikana er þó sá að Trump situr einn á langstærstum hluta þess fjármagns sem hann safnar frá stuðningsmönnum sínum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins fær smáan hluta og framboð Repúblikananna tveggja sem eru raunverulega í framboði í Georgíu fá ekkert. Nánast allir peningarnir fara til svokallaðar pólitískrar aðgerðanefndar sem Trump stofnaði nýverið og heitir Save America. Fjármunina sem Trump kemur fyrir þar ætlar hann að nota til pólitískra aðgerða sinna í framtíðinni. Þegar framboð Trumps safnaði peningum vegna lagabaráttu Trump-liða til að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna, var svipað upp á teningnum. Nánast allir fjármunirnir sem söfnuðust enduðu í sjóðum Save America. Samkvæmt heimildum Politico hafa háttsettir Repúblikanar sett sig í samband við Hvíta húsið og kvartað yfir þessari fjáröflun forsetans. Hefur þetta aukið á áhyggjur forsvarsmanna flokksins um að Trump muni nota áhrif sín til að bæta eigin stöðu og það jafnvel á kostnað Repúblikanaflokksins. Einn viðmælandi Politico, sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins, sagði ljóst að Trump væri sama um flokkinn. Ef hann gæti safnað peningum út á aukakosningarnar í Georgíu en haldið þeim sjálfur, þá myndi hann gera það. Hafa áhyggjur af kjörsókn vegna ásakana Trump hefur haldið því á loft að hann muni bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, sem hefur komið í veg fyrir að aðrir Repúblikanar geti stigið fram og gert sig líklega til að bjóða sig fram. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt minnst tvo ríkisstjóra Repúblikanaflokksins harðlega á undanförnum vikum, fyrir að hafa ekki stutt ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Repúblikanar hafa haft áhyggjur af því að þessar ásakanir, sem hafa reynst innihaldsrýrar, muni draga úr kjörsókn meðal íhaldssamra Bandaríkjamanna í Georgíu. Stuðningsmenn Trumps eru margir sannfærðir að hann hafi unnið kosningarnar. Trump-liðum hefur þó gengið illa að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum forsetans.AP/Patrick Semansky Niðurstöður nýrrar könnunar í ríkinu þykja sýna að þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Þar er um að ræða könnun Fox News þar sem spurt var hvort að síðustu forsetakosningarnar hefðu gert svarendur líklegri til að taka þátt í næstu forsetakosningum. Heilt yfir sögðust 75 prósent aðspurðra að svo væri. Þau væru líklegri til að taka þátt í næstu kosningum. Það er þó mikill munur á því hvaða flokk viðkomandi aðilar styðja. 84 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðust líklegri til að greiða atkvæði í næstu kosningum en einungis 69 prósent stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Sex prósent demókrata sögðu minni líkur á því að þau myndu greiða atkvæði næst og sextán prósent repúblikana. Á meðal þeirra sem sögðust stuðningsmenn Trumps sögðu 19 prósent að minni líkur væru á áframhaldandi þátttöku þeirra í kosningum. Samkvæmt frétt Washington Post sýndu niðurstöður könnunnar frá 2016, þar sem sömu spurningar var spurt, engan mun á milli þess hvaða flokk aðspurðir sögðust styðja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Meirihluti í Öldungadeildinni er í húfi. Í skilaboðum framboðs forsetans til stuðningsmanna hans segir meðal annars að það sé nauðsynlegt að stöðva Demókrata í Georgíu. Repúblikanar þurfi fjármagn frá stuðningsmönnum þeirra. Stjórnmálamenn í báðum flokkum Bandaríkjanna senda nú út tölvupósta og annarskonar skilaboð í massavís þar sem markmiðið er að safna fjármunum í framboðssjóði í Georgíu. Gallinn fyrir Repúblikana er þó sá að Trump situr einn á langstærstum hluta þess fjármagns sem hann safnar frá stuðningsmönnum sínum. Landsnefnd Repúblikanaflokksins fær smáan hluta og framboð Repúblikananna tveggja sem eru raunverulega í framboði í Georgíu fá ekkert. Nánast allir peningarnir fara til svokallaðar pólitískrar aðgerðanefndar sem Trump stofnaði nýverið og heitir Save America. Fjármunina sem Trump kemur fyrir þar ætlar hann að nota til pólitískra aðgerða sinna í framtíðinni. Þegar framboð Trumps safnaði peningum vegna lagabaráttu Trump-liða til að reyna að snúa niðurstöðum kosninganna, var svipað upp á teningnum. Nánast allir fjármunirnir sem söfnuðust enduðu í sjóðum Save America. Samkvæmt heimildum Politico hafa háttsettir Repúblikanar sett sig í samband við Hvíta húsið og kvartað yfir þessari fjáröflun forsetans. Hefur þetta aukið á áhyggjur forsvarsmanna flokksins um að Trump muni nota áhrif sín til að bæta eigin stöðu og það jafnvel á kostnað Repúblikanaflokksins. Einn viðmælandi Politico, sem hefur lengi starfað innan Repúblikanaflokksins, sagði ljóst að Trump væri sama um flokkinn. Ef hann gæti safnað peningum út á aukakosningarnar í Georgíu en haldið þeim sjálfur, þá myndi hann gera það. Hafa áhyggjur af kjörsókn vegna ásakana Trump hefur haldið því á loft að hann muni bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024, sem hefur komið í veg fyrir að aðrir Repúblikanar geti stigið fram og gert sig líklega til að bjóða sig fram. Þá hefur Trump einnig gagnrýnt minnst tvo ríkisstjóra Repúblikanaflokksins harðlega á undanförnum vikum, fyrir að hafa ekki stutt ásakanir hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði. Repúblikanar hafa haft áhyggjur af því að þessar ásakanir, sem hafa reynst innihaldsrýrar, muni draga úr kjörsókn meðal íhaldssamra Bandaríkjamanna í Georgíu. Stuðningsmenn Trumps eru margir sannfærðir að hann hafi unnið kosningarnar. Trump-liðum hefur þó gengið illa að sýna fram á sannanir fyrir ásökunum forsetans.AP/Patrick Semansky Niðurstöður nýrrar könnunar í ríkinu þykja sýna að þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Þar er um að ræða könnun Fox News þar sem spurt var hvort að síðustu forsetakosningarnar hefðu gert svarendur líklegri til að taka þátt í næstu forsetakosningum. Heilt yfir sögðust 75 prósent aðspurðra að svo væri. Þau væru líklegri til að taka þátt í næstu kosningum. Það er þó mikill munur á því hvaða flokk viðkomandi aðilar styðja. 84 prósent kjósenda Demókrataflokksins sögðust líklegri til að greiða atkvæði í næstu kosningum en einungis 69 prósent stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Sex prósent demókrata sögðu minni líkur á því að þau myndu greiða atkvæði næst og sextán prósent repúblikana. Á meðal þeirra sem sögðust stuðningsmenn Trumps sögðu 19 prósent að minni líkur væru á áframhaldandi þátttöku þeirra í kosningum. Samkvæmt frétt Washington Post sýndu niðurstöður könnunnar frá 2016, þar sem sömu spurningar var spurt, engan mun á milli þess hvaða flokk aðspurðir sögðust styðja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Biden dásamaði lýðræðið og gagnrýndi Trump Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna steig enn eitt skrefið í átt að Hvíta húsinu í gærkvöldi þegar kjörmennirnir svokölluðu greiddu formlega atkvæði sín. 15. desember 2020 07:28
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00