McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 07:36 Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, var ekki eini stuðningsmaður Trump sem gaf sig í gær en Biden bárust einnig hamingjuóskir frá forsetum Rússlands, Brasilíu og Mexíkó. AP/Jacquelyn Martin Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
McConnell, sem hefur verið ötulli stuðningsmaður Trump en menn sáu fyrir, óskaði Biden til hamingju með sigurinn eftir að kjörmenn höfðu formlega innsiglað niðurstöðu kosninganna. Hann sagðist hafa vonast eftir „öðrum niðurstöðum“ en að kjörmennirnir hefðu talað. „Og því vil ég í dag óska kjörnum forseta, Joe Biden, til hamingju.“ McConnell sendi einnig kveðjur til nýkjörins varaforseta, Kamölu Harris. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að í fyrsta sinn á þjóðin kvenvaraforseta“. Harris sagðist í samtali við ABC News fagna yfirlýsingu McConnell. „Það hefði verið betra ef hún hefði komið fyrr en nú hefur það gerst og það er það sem skiptir máli. Höldum áfram,“ sagði hún. Nú væri mikilvægt að freista þess að finna samhljóm þar sem það væri mögulegt. Hverfandi líkur á óvæntum uppákomum í janúar Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, hvatti Trump til að ljúka kjörtíma sínum með „snefil af sjálfsvirðingu“. Forsetinn hefur nú svo gott sem fullreynt dómstólaleiðina til að fá niðurstöðum kosninganna snúið en það er ekki að sjá að hann sé reiðubúinn til að játa sig sigraðan, ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. Eitt neyðarúrræði sem stuðningsmenn forsetans hafa horft til er að Repúblikanaflokkurinn í einstaka ríkjum útnefni eigin kjörmenn til að greiða atkvæði, sem yrðu svo afhent þinginu 6. janúar næstkomandi. Báðar deildir þingsins verða að samþykkja ákvörðun kjörmannanna með því að „telja atkvæði“ þeirra en demókratar ráða lögum og lofum í neðri deildinni og með viðurkenningu McConnell eru hverfandi líkur á óvæntum uppákomum þegar öldungadeildin tekur útnefninguna til umfjöllunar í janúar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira