Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2020 12:34 Pell og Trump eru báðir umdeildir menn. Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá. Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Pell fjallar í bókinni um dómsmálið gegn sér og málefni líðandi stundar, bæði innan kirkjunnar og utan. Í því samhengi kallar hann Trump „okkar villimann“ en með „við“ á hann við kristna menn. Á blaðamannafundi í gær sagði hann að kristnir menn hefðu þá skyldu að stíga fram opinberlega og að Bandaríkjaforseti hefði lagt sitt á vogarskálarnar, ekki síst með tilnefningum sínum á dómurum í hæstarétt landsins. Tveir af þeim þremur sem Trump hefur fengið skipaða eru kaþólskir. Að öðru leyti sagðist Pell ekki viss um að Trump hefði sýnt hinu lýðræðislega ferli næga virðingu; það væri mikilvægt að allir upplifðu að hafa jöfn tækifæri hvað kosningar varðaði. Ef svo væri ekki þyrfti að færa fyrir því óyggjandi sönnunargögn; það væri óábyrgt að grafa undan trausti á opinberum stofnunum. Reykurinn sést þótt eldurinn hafi ekki fundist Pell hafði yfirumsjón með fjármálum Vatíkansins en lét af störfum árið 2017, þegar hann var sakaður um að hafa misnotað tvo 13 ára gamla kórdrengi í dómkirkjunni í Melbourne árið 1996. Við fyrstu umferð fyrir dómi komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu í málinu en hann var fundinn sekur samhljóða í annað sinn og dæmdur í sex ára fangelsi. Áfrýjunardómstóll staðfesti niðurstöðuna en henni var snúið þegar málið fór fyrir hæstarétt. Kardinálinn hefur sagt að fyrir liggi vísbendingar, en ekki sönnun, um að málið gegn honum tengist viðleitni hans til að gera úrbætur á fjármálum Vatíkansins. „Ég er nokkuð öruggur um að peningar fóru frá Róm til Ástralíu á þessum tíma en ég hef enga sönnun fyrir því hvar þeir enduðu,“ segir hann. Sagði hann reykinn sjást, þótt eldurinn hefði ekki fundist. Pell sagðist ekki hafa í hyggja að sækja mál á hendur ástralska ríkinu og krefjast skaðabóta en hann ver nú tíma sínum í Sydney og Vatíkaninu. Guardian sagði frá.
Donald Trump Trúmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ástralía Páfagarður Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35 Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:35
Kardináli áfrýjar barnaníðsdómi Lögmenn George Pell kardinála telja að gallar hafi verið á réttarhöldum yfir honum sem enduðu með sex ára fangelsisdómi. 3. júní 2019 08:23
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kardinálinn Pell fundinn sekur um kynferðisbrot gegn drengjum George Pell er sá hæst setti innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu sem fengið hefur slíkan dóm. 26. febrúar 2019 07:32