Holdarfar Harden til umræðu er hann sneri aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 12:30 Harden spilaði 21 mínútu í æfingaleik gegn San Antonio Spurs í fyrranótt. Houston Chronicle James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni, sneri aftur er liðið lagði San Antonio Spurs í æfingaleik í fyrranótt. Hann virkaði ekki beint í sínu besta formi. Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Harden hefur án alls efa verið einn besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar árið 2018 og hefur verið stigahæsti leikmaður deildarinnar þrjú ár í röð, 2018-2020. Það er ef frá er talin úrslitakeppnin. Harden virðist hins vegar hafa tekið aðeins of vel á því í fríinu sínu nú eftir að Los Angeles Lakers sló þá út á leið sinni að meistaratitlinum. Harden mætti seint til æfinga og virtist töluvert frá sínu besta er Rockets mættu Spurs í fyrranótt. Var holdarfar Harden til umræðu hjá þeim sem fjölluðu um leikinn vestanhafs. James Harden did not look good last night. pic.twitter.com/YWSkdnYZVn— shannon sharpe (@ShannonSharpe) December 17, 2020 Þá birti ESPN grein um að Harden fengi í raun allt sem hann vildi hjá Houston. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012. Félagið hefur verið með fjóra þjálfara á þeim tíma og samkvæmt fyrrum starfsmanni félagsins mætti segja að stefna þess sé í rauninni „hvað sem James vill.“ Hann fær auka frídaga, hann alltaf frí eftir Stjörnuleikinn og öllu sem honum fylgir. Samkvæmt heimildum ESPN þá hefur áhrif á hverjir koma og fara sem og hver þjálfar. Hann á að hafa ýtt undir að Kevin McHale, fyrrverandi þjálfari liðsins, hafi verið látinn taka poka sinn. James Harden says he was training for the season in Atlanta and Vegas with his personal trainers pic.twitter.com/Z81z3DtR3B— Bleacher Report (@BleacherReport) December 16, 2020 Þá mun Harden hafa séð til þess að bæði Dwight Howard og Chris Paul var skipt út fyrir aðra leikmenn. Svo virðist sem Houston sé alveg sama svo lengi sem Harden stendur sig inn á vellinum. Hann hefur hins vegar aldrei farið lengra en í úrslit Vesturdeildarinnar með liðið á sínum átta árum í Houston. Harden spilaði 21 mínútu í 14 stiga sigri Rockets á Spurs, lokatölur 112-98. Hann skoraði 12 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann þarf að gera mikið mun betur ef Houston ætla sér aftur í úrslit Vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira