Fréttamaður RÚV skrifaði frétt um húsleit daginn áður en hún fór fram Björgólfur Jóhannsson skrifar 17. desember 2020 16:00 Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Björgólfur Jóhannsson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fréttamaður Ríkisútvarpsins, var í tölvupóstsamskiptum við framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans á fimm vikna tímabili í aðdraganda húsleitar hjá Samherja. Fréttamaðurinn skrifaði frétt um húsleitina og sendi framkvæmdastjóranum til yfirlestrar, daginn áður en húsleitin fór fram. Framkvæmdastjórinn áframsendi fréttina innan Seðlabankans. Hinn 4. desember síðastliðinn fékk Samherji afhent tölvupóstsamskipti milli fréttamanns RÚV og fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Um er að ræða tuttugu tölvupósta yfir fimm vikna tímabil, frá 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, í aðdraganda húsleitar hjá Samherja og umfjöllunar Kastljóss hinn 27. mars 2012. Það tók Samherja fimm ár að fá aðgang að þessum samskiptum enda hefur því ítrekað verið neitað að þau hefðu átt sér stað, meðal annars fyrir dómstólum. Hér má rifja upp að Samherji höfðaði mál gegn Seðlabankanum á árinu 2014 og krafðist þess meðal annars að fá afhent gögn um samskipti bankans við fjölmiðla í aðdraganda húsleitarinnar. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fullyrti Seðlabankinn að öll slík gögn hefðu þegar verið afhent. Ekki hefðu verið til staðar önnur gögn um samskipti við fjölmiðla en tvær fréttatilkynningar. Þar sem Samherji gat ekki sýnt fram á að fleiri skjöl væru fyrir hendi var kröfu fyrirtækisins vísað frá. Þannig sagði Seðlabanki Íslands beinlínis ósatt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um samskiptin við Ríkisútvarpið. „Farðu yfir þetta og láttu mig vita“ Í einum þessara tölvupósta milli fréttamanns RÚV og framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, sem var sendur 26. mars 2012 eða daginn fyrir húsleitina, sendir fréttamaðurinn framkvæmdastjóranum drög að frétt til yfirlestrar. Þar segir: „Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.“ Með fylgir svo texti sem var síðan fluttur í Kastljósi en þar segir: „Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu Samherja fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum Samherja í Reykjavík og Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara.“ Þarna var fréttamaðurinn búinn að fá upplýsingar um húsleitina og búinn að skrifa um hana frétt, daginn áður en hún fór fram. Tölvupóstsamskiptin staðfesta það sem stjórnendur Samherja hafa grunað allan þennan tíma enda vakti það furðu á sínum tíma að fréttamenn Ríkisútvarpsins voru mættir á skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst. Þannig fór húsleitin fram nánast í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu og er það líklega án fordæma hér á landi. Enn fremur liggur fyrir að fréttamaðurinn og framkvæmdastjórinn ræddu ákveðið „vitni“ og að hann vildi breyta sinni frásögn sem þeim þótti greinilega mjög óheppilegt en breytti samt engu í þeirra huga um framgang málsins. Málið reyndist svo handónýtt þegar á reyndi fyrir dómstólum. Samherji hefur birt tölvupóstsamskiptin á heimasíðu sinni svo að almenningur geti glöggvað sig á efni þeirra. Það hefur komið talsvert á óvart að fjölmiðlar hafa ekki sýnt málinu neinn áhuga enda eru samskiptin til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um hegningarlagabrot eftir að forsætisráðherra vísaði málinu þangað með bréfi hinn 11. september 2019. Tölvupóstarnir sjálfir hafa hins vegar aldrei birst opinberlega fyrr en nú. Mörgum spurningum ósvarað Þótt Samherji hafi fengið aðgang að tölvupóstunum og birt þá er mörgum alvarlegum spurningum um þetta mál ósvarað. Er það eðlilegt að háttsettur stjórnandi ríkisstofnunar sem fer með valdheimildir sé í samskiptum við fréttamann um framvindu rannsóknar á nafngreindu fyrirtæki, upplýsi viðkomandi fréttamann um að húsleit sé í bígerð hjá fyrirtækinu og fái frétt um húsleitina senda til yfirlestrar daginn áður en húsleitin fer fram? Undir hvaða kringumstæðum getur þetta talist forsvaranlegt? Og hvers vegna sagði Seðlabanki Íslands ósatt um samskiptin við Ríkisútvarpið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur? Hefur það engar afleiðingar fyrir þá starfsmenn og stjórnendur bankans sem eiga í hlut? Framganga fréttamannsins í þessu máli á ekkert skylt við heiðarlega fréttamennsku enda er það varla hluti af skyldum fréttamanna að stunda einhvers konar samráð með ríkisstofnunum í aðgerðum gegn fyrirtækjum út í bæ. Ekkert hefur hins vegar heyrst í stjórn og stjórnendum Ríkisútvarpsins vegna málsins. Höfundur er annar forstjóri Samherja hf.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar