Ákærðir fyrir að ætla að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:23 Kaleb Franks, Brandon Caserta, Adam Dean Fox, Daniel Harris, Barry Croft og Ty Garbin eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. AP/Fógeti Kentsýslu Sex bandarískir menn hafa verið formlega ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Mennirnir voru handteknir í október eftir að þeir ræddu sín á milli um að ráðast á sumarhús ríkisstjórans og ræna henni. Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið. Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Þeir eru sagðir hafa verið reiðir og þá meðal annars vegna sóttvarnaaðgerða ráðamanna í Michigan. Einhverjir þeirra tilheyra vopnaðir öfgasveit hægri manna sem kallast Wolverine Watchmen, eða Varðmenn jarfans á íslensku. Það var svokallaður grand jury sem gaf út ákærurnar. Það ferli felur í sér að hópur kviðdómenda fer yfir gögn málsins og ákveður hvort tilefni þykir til að ákæra formlega í tilteknum málum. Samkvæmt Reuters sem vitnar í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara Bandaríkjanna, var þetta mikilvægt skref í því að ákæra mennina einnig á alríkisstiginu. Meðal annars töldu einhverjir mannanna að Whitmer væri í raun harðstjóri fyrir að hafa látið loka líkamsræktarstöðvum í Michigan vegna faraldursins. Þeir töluðu um að handsama hana í borgarlegri handtöku og jafnvel taka hana af lífi. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til í lífstíðarfangelsi. Verjendur mannanna segja þá ekki hafa ætlað að standa við stóru orðin. Samtöl þeirra hafi í raun verið innihaldslaus. Einn lögmannanna sagði í samtali við Reuters að þeir hafi ekki ætlað að ræna Whitmer í alvörunni. Ekkert ráðabrugg hafi verið til staðar. Í ákærunni segir hins vegar að mennirnir hafi fundað í sumar og rætt mannránið. Þeir hafi sömuleiðis haldið skotvopnaæfingar og vaktað sumarhús ríkisstjórans í ágúst og september og kannað hve langt væri í næstu lögreglustöð. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að þeir hafi æft sig í því að ráðast á byggingar í sameiningu. Þá keyptu einhverjir þeirra muni sem átti að nota í ránið, eins og rafbyssu, og fjórir þeirra reyndu að kaupa sprengiefni af manni sem var í raun útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Mennirnir höfðu rætt það að sprengja brú nærri sumarhúsi Whitmer til að tefja viðbrögð lögreglunnar. Whitmer hefur sakað Donald Trump, fráfarandi forseta, um að hafa alið á sundrung og ofbeldi. Orðræða hans hafi átt þátt í meintum ætlunum þessa manna og öðrum hótunum gagnvart opinberum starfsmönnum Í Bandaríkjunum. Þá hafði Trump lengi gagnrýnt Whitmer fyrir sóttvarnaaðgerðir hennar og nokkrum dögum eftir að mennirnir sex voru handteknir og meint ráðabrugg þeirra gert opinbert, sagði Trump á fjöldafundi að handtaka ætti Whitmer. Hann gagnrýndi Whitmer svo fyrir að hafa ekki þakkað sér persónulega fyrir það að útsendarar FBI hefðu stöðvað ráðabruggið.
Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent