Gert að selja íbúðina: Lögregla kölluð til 27 sinnum á níu mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 11:12 Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp þann dóm að konu bæri að flytja úr íbúð sinni innan mánaðar og selja hana innan þriggja, vegna grófra og ítrekaðra brota á skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í umræddu fjölbýlishúsi. Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Konan flutti inn í íbúðina 15. september 2019 en sama dag barst tilkynning til lögreglu vegna íbúðarinnar. Eftir það var lögregla kölluð 27 sinnum að húsinu á níu mánaða tímabili, stundum af konunni en oftast af nágrönnum. Samkvæmt dóminum var aðkoma lögreglu aðallega vegna samkvæmishávaða, láta frá hundum konunnar og vegna gesta hennar í húsinu. Þá hafi lögregla einnig verið kölluð til þegar gestir konunnar reyndu að komast inn í íbúðir annarra íbúa, þegar þeir höfðu í hótunum við nágranna konunnar og vegna líkamsárásar af hálfu gesta á einn íbúa. Bar fyrir sig heilsuleysi, ofbeldissambandi og dóttur í neyslu Húsfélagið greip fyrst til aðgerða 8. nóvember 2019 og sendi konunni bréf með aðvörun og áskorun. Bréfið var endursent húsfélaginu 20. desember og því óvíst um gildi þess. Konan kannaðist hins vegar við að hafa fengið annað bréf sama efnis í janúar 2020 en bar því við að á þeim tíma hefði hún ekki haft heilsu til að gera sér grein fyrir innihaldi bréfsins. Sagðist hún mánuði síðar hafa farið í aðgerð vegna heilaæxlis. Auk heilsufarslegra ástæðna sagði konan vandkvæði sín mega rekja til sambúðar hennar með ofbeldismanni, sem nú væri fluttur út, og hegðunar dóttur sinnar, sem væri í mikilli óreglu og neyslu. Vísaði konan fyrir dómi meðal annars til þess að eftir að dóttir hennar hefði farið erlendis í mars 2020 hefði útköllum lögreglu fækkað verulega. Þá hefði þeim enn fækkað eftir að konan losnaði úr ofbeldissambandinu í júní 2020. Íbúar sögðust óttast að nota sameignina Í niðurstöðu dómsins segir hins vegar að konan hefði ekki lagt fram gögn til að færa sönnur á fullyrðingar um heilsuleysi. Eins lægju engin gögn fyrir um dóttur konunnar. Þá hefði hún haldið umrædda hunda án samþykkis annarra íbúa. Enda þótt hún hefði sjálf óskað eftir aðstoð lögreglu nokkrum sinnum þá væri ekki hægt að líta svo á að eftir stæðu svo fá tilvik eða léttvæg að ótímabært hefði verið að senda henni erindi. Er meðal annars vísað til vitnisburða annarra íbúa um veislur sem entust fram að hádegi daginn eftir að þær hófust. Að fólk í annarlegu ástandi hefði hangið í sameigninni og í þvottahúsinu. Að mikið hefði verið um öskur og rifrildi í íbúð stefndu, auk hávaða frá hundum. Sögðust íbúar hafa orðið fyrir hótunum af hálfu gestanna og farið að óttast að nota sameignina. Konunni var sem fyrr segir gert að flytja út úr íbúð sinni og selja hana en auk þess að greiða húsfélaginu 1,1 milljón í málskostnað. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur
Lögreglumál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira