Klofið Samband Tómas Ellert Tómasson skrifar 18. desember 2020 14:31 Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Merkileg tíðindi gerðust á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrr í dag þegar Sambandið klofnaði í afstöðu sinni um hvort heimila ætti lögþvingun sveitarfélaga eður ei. Tillagan sem lá fyrir fundinum var svohljóðandi: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra. Minni sveitarfélög eru og hafa lengi verið fullgild aðildarfélög í sambandinu. Flest eru það enn og vilja vera svo áfram. Þau geta þó ekki unað við það til lengdar að á þeim sé brotið og þeirra íbúum. Kjörnir fulltrúar stærri sveitarfélaga hafa ekki lýðræðislegt umboð til að álykta um örlög minni sveitarfélaga, slíkt á ekki heima í þessum ágæta félagsskap. Fulltrúar stærri sveitarfélaga mættu hugsa til gullnu reglunnar: Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins sögðu já Allir sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins tóku heilshugar undir framkomna tillögu, þeirra 31 sveitarstjórnarfulltrúa frá minni sveitarfélögum sem lögðu hana fram. Til stuðnings tillögunni létu sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins á landsvísu því bóka eftirfarandi, eftir að tillagan var lögð fram. En bókunin er endurtekning á þeirri tillögu sem að sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins lögðu fram á aukalandsþingi sambandsins í september 2019. Henni var þá vísað frá af óskiljanlegum ástæðum og fékk ekki afgreiðslu á því þingi. Bókunin með framkominni tillögu á landsþinginu nú hljóðaði svo: „Sveitastjórnarfulltrúar Miðflokksins taka undir þau lýðræðissjónarmið sem eru nú til afgreiðslu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mikilvægt er að huga að vilja íbúa hvers sveitarfélags, landfræðilegrar stöðu þeirra og væntinga til framtíðar í stað þess að ganga fram með þvingunarúrræði. Sameining sveitarfélaga getur aldrei byggt á hótun um lögþvingun. Sú leið gefur varasamt fordæmi og er ekki byggð á þekktri lýðræðisvitund almennings.Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins, Íslandi allt." Niðurstaðan – Klofið Samband Í kosningu um tillögu þeirra þrjátíu og eins sveitarstjórnarfulltrúa sem lá fyrir þinginu urðu úrslitin þau, að tillagan var naumlega felld með atkvæðum 55% þingfulltrúa, sem sögðu Nei, gegn 45% fylgjenda, sem sögðu Já. Með öðrum orðum, Sambandið klofnaði í herðar niður í dag. Staðan eins og hún lítur út nú, er sú að nú þurfa minni sveitarfélögin að bíða milli vonar og ótta eftir niðurstöðu þinglegrar meðferð frumvarpsins. Ég bið þingmenn að hafa það í huga er þeir taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu, að minni sveitarfélögin munu ekki þola það að á þeim sé brotið svo freklega, þar sem að sjálfsákvörðunarréttur sveitarfélaga er eitt af helgustu véum þeirra. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun