Stór sigur í jafnréttismálum Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Fæðingarorlof Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur frumvarp félagsmálaráðherra um fæðingar og foreldraorlof verið til umræðu í þinginu og samfélaginu öllu. Það hefur verið fróðlegt og gott nesti inn í umræðuna á þinginu, sérstaklega þegar um er að ræða svo mikilvægt mál. Þar hafa verið uppi ólík sjónarmið um skiptingu mánaða. Alþingi hefur nú samþykkt lögin. Rétturinn til 12 mánaða orlofs er tryggður. Réttur beggja foreldra til 6 mánaða orlofs er tryggður. Heimilt verður að framselja 6 vikur til hins foreldrisins í stað mánaðar eins og var lagt upp með í frumvarpinu. Réttur fæðandi foreldra sem búa fjarri fæðingarstað er umtalsvert bættur. Réttur einstæðra og einstakra foreldra er einnig bættur. Þá er bætt við bráðabirgðaákvæði um endurskoðun á skiptingunni eftir tvö ár, þar sem litið verði sérstaklega til þess hvort öllum börnum hafi verið tryggður 12 mánaða réttur og hvort foreldrar nýti rétt sinn til jafns. Þetta er risastórt framfaraskref, en það er ekki fullur sigur unninn. Enn eru eftir verkefni til að bæta réttindi foreldra og barna. Lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi eru til að mynda enn of lágar. Næsta skref ætti að vera að tryggja að lægstu greiðslur séu ekki lægri en lágmarkslaun, en í dag eru þær 80% af launum upp að 750.000, en lækka að hlutfalli eftir það. Þá er enn eftir að brúa umönnunarbilið, en það verður að vera samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga. Að lokinni endurskoðuninni eftir tvö ár þarf svo að meta hvort þarf að hækka þakið, hækka gólfið eða breyta skiptingunni með einhverjum hætti. Væntingar mínar eru að foreldrar nýti rétt sinn sem jafnast . Markmiðið með því orlofskerfi sem er á Íslandi er jú að tryggja jafnan rétt foreldra til orlofs og tryggja barni samvistir með foreldrum sínum í 12 mánuði. Það er gríðarstórt jafnréttismál að foreldrar nýti þennan rétt til jafns og verði frumvarpið svona að lögum eru stigin stór skref í jafnréttisátt þar sem framseljanlegur réttur verður sex vikur en var lengst af þrír mánuðir. Lengri tími er því eyrnamerktur hvoru foreldri fyrir sig. Niðurstaðan í málinu er góð lending fyrir jafnrétti á Íslandi og barnafjölskyldur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun