Stafræn umbylting byggðaþróunar Gísli Ólafsson skrifar 20. desember 2020 13:01 Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 hefur í huga flestra verið ár erfiðleika og þrenginga. Við höfum þurft að takast á við nýjan raunveruleika í kjölfar þess að COVID-19 farsóttinn breiddist út um heiminn. En í huga okkar sem vinnum að innleiðingu á stafrænni tækni, þá hefur árið 2020, verið árið sem fólk var loksins tilbúið að nýta sér tæknina sem hefur verið í boði undanfarin ár. Þegar fyrirtæki báðu starfsfólk um að vinna heiman frá sér, samkvæmt ráðleggingum frá Sóttvarnarlækni, þá voru margir í fyrsta sinn að prófa stafræna tækni eins og fjarfundabúnað og stafræna vistun skjala. Jafnvel íhaldssamir endurskoðendur, sem höfðu krafist þess að starfsfólk mætti alltaf á skrifstofuna, uppgvötaði að starfsfólkið getur unnið starf sitt hvar sem er, jafnvel í öðru landi. Þetta stóra stökk framávið í notkun stafrænna lausna og sú staðreynd að stór sem smá fyrirtæki um allan heim hafa nú gefið starfsfólki sínu kost á að vinna heiman frá sér opnar mikil tækifæri til þess að snúa við þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Flótti fólks úr dreifðari byggðarlögum í stórborgir í leit að betri atvinnumöguleikum er að snúast við. Gott dæmi um þetta er að bæði fyrirtæki og starfsfólk stærstu tæknifyrirtækjanna í Kísildalnum í Kaliforníu eru nú í óðaönn að flýja einn dýrasta fasteignamarkað heims. Á Íslandi opnar þetta einnig tækifæri fyrir sveitarfélög utan Höfuðborgarsvæðisins að laða að sér fólk á nýjan leik, í þetta sinn ekki til starfa í stóriðju, heldur til skapandi starfa sem hægt er að vinna úr fjarlægð. Við búum nefnilega við þann munað, sem flest önnur lönd skortir í dreifðari byggð, sem er aðgengi að ljósleiðara. Sú mikla vinna sem farið hefur verið í á undanförnum áratugum við að tryggja að jafnvel sum fámennustu sveitarfélög landsins og afskektustu bóndabýli hafi tryggan aðgang að Internetinu er nú að fara að skila sér í nýjum tækifærum fyrir þessar dreifðu byggðir. Nú er tækifærið fyrir sveitarfélög í dreifbýli að laða að sér nýja íbúa, bæði innlenda og erlenda, sem leita eftir rólegra umhverfi til að búa í, umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín, umhverfi þar sem börn geta leikið sér í óspiltri náttúru, en jafnframt umhverfi þar sem aðgengi að vinnutækifærum er gnógt, þökk sé ljósleiðaravæðingu landsins. Ríkisstjórnin hefur nýlega kynnt fyrstu skref í að laða erlenda starfsmenn til landsins og þó markið hafi verið sett hátt um launakröfur, þá er þetta fyrsta jákvæða skrefið í átt að því að laða fólk til landsins. Sveitarfélög þurfa að grípa tækifærið og laða til sín ekki eingöngu þessa erlendu starfsmenn, heldur líka þá sem þegar eru búsettir á Höfuðborgarsvæðinu og geta unnið hvar sem er en vilja komast í persónulegra samfélag. Það er ekki lengur þörf á að eyðileggja náttúruna í nágrenninu með því að setja upp úrellta stóriðju, heldur er einungis nauðsynlegt að geta boðið upp á góðar tengingar við umheiminn, gott aðgengi að grunnþjónustu og lifandi samfélag sem er tilbúið að bjóða nýja íbúa velkomna. Nú, þegar við erum farin að sjá ljósið við enda þessara löngu farsóttaganga, þá er mikilvægt að spyrna við og nýta vel þessi tækifæri sem COVID-19 hefur fært okkur á sviði stafrænnar umbyltingar. Höfundur starfar við stafræna umbyltingu smábænda í Afríku, úr sumarbústað í Kjós.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun