Enski boltinn

Ekki einu sinni mark­vörður hefur spilað fleiri mínútur en Harry Maguire á árinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire hefur spilað flestar mínútur í heimsfótboltanum á árinu 2020.
Harry Maguire hefur spilað flestar mínútur í heimsfótboltanum á árinu 2020. Michael Regan/Getty Images

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði flestar mínútur af atvinnumönnum í fótbolta á árinu 2020. Þessar tölur ná einnig til markvarða.

Fyrirliðinn Man. United spilaði samtals 4745 mínútur á árinu, sem jafn gildir 79 klukkutímum, þangað til 17. desember. CIES Football Observatory tók saman.

Maguire er á undan varnarmanni Man. City Ruben Diaz, argentíska snillingnum Lionel Messi og samherja sínum Bruno Fernandes. Maguire hefur spilað fimm mínútum meira en brasilíski markvörðurinn Marcelo Lomba.

Maguire hefur ekki misst úr mínútu í ensku úrvalsdeildinni síðan að hann kom til félagsins frá Leicester fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019.

Á þessu tímabili hefur Maguire bara misst af tveimur leikjum; gegn PSG í Meistaradeildinni og 3-0 sigrinum gegn Brighton í fjórðu umferð deildarbikarsins.

Hann spilaði svo fjóra leiki með enska landsliðinu eftir að hann missti af landsleikjunm í september eftir atvikin á Grikklandi í sumar. Hann var svo í banni gegn Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×