Miami Heat hætt að eltast við Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 17:31 James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en hann skoraði 34,3 stig í leik á síðasta tímabili. Getty/Michael Reaves Það hefur fækkað um eitt lið í hópi liðanna sem koma til greina sem framtíðargriðarstaður fyrir NBA stórstjörnuna James Harden. Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020 NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum