Miami Heat hætt að eltast við Harden Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2020 17:31 James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en hann skoraði 34,3 stig í leik á síðasta tímabili. Getty/Michael Reaves Það hefur fækkað um eitt lið í hópi liðanna sem koma til greina sem framtíðargriðarstaður fyrir NBA stórstjörnuna James Harden. Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020 NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden er í uppnámi eftir að hann gerði það opinbert að hann vilji komast í burtu frá Houston Rockets. Harden tíminn í Houston virðist vera á enda. Hann safnaði að sér einstaklingsverðlaunum á síðustu árum en Rockets liðið náði ekki að komast bara einu sinni í úrslit Vesturdeildarinnar og aldrei í lokaúrslitin um NBA titilinn. I guess we're not gonna see a Jimmy Butler + James Harden duo soon pic.twitter.com/KaZRjQxLU0— Heat Nation (@HeatNationCP) December 21, 2020 NBA deildin hefst aftur í kvöld en það er hætt við því að hugsanleg skipti á Harden muni drottna yfir öllu hjá Rockets næstu vikur og mánuði takist félaginu ekki að finna lið sem vill gefa þeim nógu mikið fyrir hann. Harden átti að hafa sagt forráðamönnum Houston Rockets, til hvaða liða hann vildi fara, ef tækist að semja um leikmannaskipti. Eitt af þessum liðum átti að vera lið Miami Heat sem komast alla leið í lokaúrslitin á síðustu leiktíð. Miami Heat og Houston Rockets voru eitthvað búin að ræða saman um möguleika á slíkum skiptum en í Miami liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Tyler Herro, Duncan Robinson og Kendrick Nunn. Per source, Heat no longer are engaging Rockets when it comes to Harden. Was told conversation never was more than cursory, but that, of course, always is a matter of perspective. Heat made clear on eve of 2018-19 season they were out of Jimmy Butler talks for that season.— Ira Winderman (@IraHeatBeat) December 21, 2020 Miami Heat hafði aftur á móti ekki mikið að bjóða þegar kemur að framtíðarvalréttum í nýliðavalinu en það er eitthvað sem Houston Rockets sækist eftir til að geta sett saman nýtt lið í framtíðinni. Nýjustu heimildir ESPN herma hins vegar að Miami Heat hafi slitið þessum viðræðum endanlega og að félagið hafi ekki lengur áhuga á því að eltast við James Harden. Houston menn hafa einnig rætt við Brooklyn Nets, Philadelphia 76ers og Denver Nuggets um hugsanleg skipti. Harden sjálfur hefur neitað að ræða stöðu sína og framtíðina í síðustu viðtölum sínum við fjölmiðlamenn. James Harden was asked if he feels better about his situation with the Rockets now than he did before he arrived at camp. "Next question." pic.twitter.com/gm2zz7i199— SportsCenter (@SportsCenter) December 21, 2020
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira