Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 19:45 Bjargráður var græddur í manninn á Landspítalanum. Vísir/Hanna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira