Clippers spillti hringakvöldi meistara Lakers og Durant leit vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 08:01 Paul George leit rosalega vel út í sigri Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en þetta var þriðji þrjátíu stiga leikur hans í röð á móti Lakers. AP/Marcio Jose Sanchez NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri. Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta. NBA Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta.
NBA Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira