Enski boltinn

Neville segir að leikmönnum Arsenal leiðist

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gabriel vonsvikinn í 4-1 tapinu gegn Man. City í enska deildarbikarnum í gær.
Gabriel vonsvikinn í 4-1 tapinu gegn Man. City í enska deildarbikarnum í gær. Catherine Ivill/Getty Images

Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, segir að leikmenn Arsenal þurfi að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. Þeir líti út eins og að þeim leiðist undir stjórn hins spænska Mikel Arteta og það megi ekki gerast.

Staða Arsenal var eðlilega til umræðu í þættinum Monday Night Football á Sky Sport á mánudagskvöldið. Þar fóru þeir Neville og Gary Neville yfir stöðuna á Arsenal en liðið er einungis þremur stigum frá fallsæti.

Liðið féll svo út úr enska deildarbikarnum í gær - svo staðan er ekki á góð á fyrsta heila tímabili Arteta.

„Ég held að Mikel Arteta verði að gera eitt á næstunni. Úrslitin koma kannski ekki og heldur ekki góðar frammistöðu en hann verður að láta leikmenn Arsenal njóta sín. Þeir líta ekki út fyrir að vera njóta sín,“ sagði Neville.

„Á laugardaginn leit þetta þannig út að margir leikmennirnir voru í vandræðum að spila eftir þeim skilaboðum sem þeir fengu og kannski trúa þeir ekki á leikkerfið eða trúa ekki að leikmaðurinn fyrir hliðin á sér væri ekki nægilega góður. Það er eitthvað sem er ekki rétt þarna.“

Gary Neville segir að þó að hann hafi ekki verið síbrosandi inni á vellinum þá hafi hann elskað að spila fyrir Man. United. Leikmenn Arsenal þurfa að finna gleðina á nýjan leik og trúa því sem stjórinn, sá spænski Arteta, setur fram.

„Ég leit ekki út fyrir að njóta fótboltans þegar ég spilaði því ég var alltaf mjög alvarlegur á vellinum en ég elskaði að spila í liðinu hans Sir Alex Ferguson. Það var unaður; við vildum fara fram á við en Arteta þarf að fá leikmennina til að kaupa sig inn í verkefnið aftur. Að njóta fótboltans eins og liðin hans Arsene Wenger höfðu.“

„Liðin hans Arteta virðist meira stíf en þetta lítur út fyrir að vera leiðinlegt. Ég sagði það reglulega á Old Trafford; þú getur unnið og tapað en þér getur ekki leiðst þar. Ég held að stuðningsmenn Arsenal og flestir fótboltaáhugamenn séu sammála. Þeim vill ekki leiðast en leikmenn Arsenal líta út eins og þeim leiðist,“ sagði Neville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×