Guardian segir frá og vitnar í umfjöllun íranskra fjölmiðla frá því í gær en síðan á föstudag hefur nokkurra fjallagarpa verið saknað en þá hafði verið tilkynnt um andlát tveggja. Síðan þá hefur fjöldi látinna og þeirra sem saknað er farið upp á við og hafa fjölskyldur þeirra haft samband við yfirvöld til að óska eftir aðstoð.
Af þeim tíu sem staðfest hefur verið að séu látnir létust níu í fjallinu og einn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið bjargað. Líkt og áður segir er að minnsta kosti sjö til viðbótar enn saknað sem voru á ferð á þremur vinsælum gönguleiðum í fjallinu að því er haft er eftir Mehdi Valipour, yfirmanni neyðaraðgerða hjá Rauða krossinum í Íran.
Leit var hætt í nótt en átti að hefjast að nýju í morgun. Vont veður og erfiðar aðstæður í fjallinu gera aðstæður til leitar afar erfiðar.