Nýtt flokksþing í skugga efnahagsvandræða Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 10:21 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur sést mun sjaldnar á almannafæri en áður. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnar á nýju ári áttunda flokksþing Verkamannaflokks landsins. Síðasta flokksþing var haldið fyrir fimm árum síðan og þá notaði Kim það til að tryggja yfirráð sín og heita því að koma upp kjarnorkuvopnum og lagði hann fram metnaðarfulla efnahagsáætlun, sem hefur ekki ræst. Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst. Norður-Kórea Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Nú stendur einræðisherrann frammi fyrir fjölmörgum krísum. Stærsta krísa einræðisherrans snýr að hagkerfi Norður-Kóreu sem stendur verulega höllum fæti vegna viðskiptaþvingana og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þrátt fyrir það telja starfsmenn Hagstofu Suður-Kóreu að hagvöxtur hafi orðið í Norður-Kóreu í fyrsta sinn í þrjú ár. Hagkerfi einræðisríkisins hafi stækkað um 0,4 prósent í fyrra. Árið 2018 dróst hagkerfið saman um 4,1 prósent og 3,5 prósent árið 2017. Í ræðu sem Kim hélt í október bað hann þegna sína afsökunar á efnahagsástandinu og hét hann bótum og betrun. Sjá einnig: Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Það var eftir að óveður og flóð skemmdu mikið af uppskeru landsins. Það auk faraldurs nýju kórónuveirunnar og refsiaðgerða hefur komið verulega niður á efnahagi landsins. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja þó fáa valkosti í stöðunni fyrir einræðisherrann, aðra en að kreista þjóð sína áfram. Landamæri Norður-Kóreu og Kína, stærsta viðskiptafélaga ríkisins, eru lokuð og verða það áfram í bili. Viðskipti ríkjanna drógust saman um 75 prósent á fyrstu tíu mánuðum ársins og leiddi það til skorts og lokanna verksmiðja í Norður-Kóreu. Kim Jong Un á flokksþingi árið 2016.AP/Wong Maye-E Ríkisstjórn Kim greip fljótt til strangra sóttvarna þegar faraldur Covid-19 hófst og ástæðan er talin vera sú að heilbrigðiskerfi ríkisins sé einstaklega slæmt. Allur búnaður sé áratugagamall, skortur sé á lyfjum og öðru og þar að auki sé heilsa íbúa einræðisríkisins heilt yfir ekki góð. Ráðamenn viti að brjótist út faraldur í ríkinu muni þeir koma verulega illa út úr honum. Þá hefur Kim lítið sést á almannafæri á árinu. AP segir hann hafa sést alls 53 sinnum og þá hafi hann verið að skoða vopn, svæði sem urðu illa úti vegna fellibylja og sótt fundi. Undanfarin fjögur ár hefur hann að meðaltali tekið þátt í 103 slíkum viðburðum á ári. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær flokksþingið verður haldið. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna muni hafa á Norður-Kóreu. Búist er við því að Biden muni ekki hafa áhuga á að hitta Kim, eins og Donald Trump gerði, og þar að auki er búist við því að Biden muni hafa í önnur horn að líta heima fyrir. Einhverjir sérfræðingar telja líklegt að Kim muni grípa til eldflaugatilrauna til að ná athygli Bidens en aðrir segja það ólíklegt. Einræðisherrann vilji ekki koma í veg fyrir mögulegar viðræður við ríkisstjórn Bidens um afvopnun og viðskiptaþvinganir. Ríkisstjórn Kim hefur hingað til krafist þess að þvinganir verði felldar niður, áður en gripið verður til aðgerða varðandi mögulega afvopnun. Bandaríkjamenn vilja hins vegar afvopnun fyrst.
Norður-Kórea Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent