Jokic áfram í þrennuham og Lakers tapaði á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 07:31 Derrick Jones Jr. ver hér skot frá LeBron James með tilþrifum í nótt. AP/Ashley Landis Meistarar Los Angeles Lakers réðu ekki við Portland menn á lokakaflanum og urðu að sætta sig við tap á heimavelli í NBA-deildinni í nótt. Damien Lillard skoraði 21 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann 115-107 útisigur á Los Angeles Lakers. CJ McCollum bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en óvænt stjarna leiksins var Gary Trent Jr. sem kom með 28 stig og sjö þrista á 24 mínútum af bekknum. Floater. Contact. 31 points. Dame Time. POR up 6 with 1 minute left on @NBATV pic.twitter.com/L5NCyjoDsE— NBA (@NBA) December 29, 2020 LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 24 stig. Anthony Davis lék með liðinu á ný og var með 13 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Los Angeles Lakers var búið að vinna tvo leiki í röð en er nú með fimmtíu prósent sigurhlutfall út úr fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Liðið var í ágætum málum í þessum leik en gaf efir á síðustu fimm mínútum sem Portland vann 17-8. Airplane Mode SAYS NO on NBA TV! pic.twitter.com/sZOaJPQFfv— NBA (@NBA) December 29, 2020 Nikola Jokic var með flotta þrennu þegar Denver Nuggets vann 124-111 sigur á Houston Rockets. Þetta var fyrsti sigur Denver á tímabilinu en Houston hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Jokic var með 19 stig, 18 stoðsendingar og 12 fráköst og vantaði bara eitt frákast í leiknum á undan til að vera með þrennu í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Jokic er með 26,5 stig, 12,0 fráköst og 12,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum þremur leikjum. Jamal Murray skoraði 21 stig áður en hann fór af velli í þriðja leikhluta eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann spilaði ekki meira. James Harden skoraði 34 stig fyrir Houston liðið sem glímir við COVID smit í leikmannahópnum og var því án John Wall, DeMarcus Cousins, Eric Gordon og Mason Jones í þessum leik. 1Q battle of skilled bigs in Denver! Wood: 14 PTS (3-4 3PM)Jokic: 12 PTS (5-6 FGM)#KiaTipOff20 on NBA LP pic.twitter.com/3Wj8pQR4ID— NBA (@NBA) December 29, 2020 Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð nú 116-111 á móti Memphis Grizzlies eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti sigur Memphis Grizzlies á leiktíðinni. Memphis missti hins vegar besti nýliða síðasta tímabils, Ja Morant, meiddan af velli. Kyle Anderson skoraði 28 stig fyrir Memphis og Dillon Brooks var með 24 stig. Caris LeVert var með 28 stig og 11 stoðsendingar hjá Brooklyn Nets sem leyfði sér að hvíla báðar stórstjörnur sínar, Kevin Durant og Kyrie Irving, í leiknum. @RajonRondo drops 12 points and dishes out 8 assists with no turnovers in his @ATLHawks debut! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/ENPTPz6KcR— NBA (@NBA) December 29, 2020 Atlanta Hawks byrjar tímabilið vel og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Atlanta liðið vann 128-120 sigur á Detroit Pistons í nótt en Pistons hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Trae Young var með 29 stig og 6 stoðsendingar og Bogdan Bogdanovic bætti við 17 stigum fyrir Atlanta Hawks. Þetta er í fyrsta sinn síðan á 2016-17 tímabilinu að Atlanta Hawks liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína. Rajon Rondo lék sinn fyrsta leik með Hawks liðinu á tímabilinu og bauð upp á 12 stig og 8 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. SPIDA scores the final 1 2 @utahjazz points and wins it with 7.0 remaining! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/a322Ru39rD— NBA (@NBA) December 29, 2020 Donovan Mitchell skoraði sigurkörfu Utah Jazz á móti Oklahoma City Thunder sjö sekúndum fyrir leikslok en Utah vann leikinn 110-109. Mitchell skoraði 20 stig í leiknum en Bogan Bogdanovich var stigahæstur með 23 stig og Mike Conley bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115 NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Damien Lillard skoraði 21 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Portland Trail Blazers vann 115-107 útisigur á Los Angeles Lakers. CJ McCollum bætti við 20 stigum og 11 stoðsendingum en óvænt stjarna leiksins var Gary Trent Jr. sem kom með 28 stig og sjö þrista á 24 mínútum af bekknum. Floater. Contact. 31 points. Dame Time. POR up 6 with 1 minute left on @NBATV pic.twitter.com/L5NCyjoDsE— NBA (@NBA) December 29, 2020 LeBron James var með 29 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 24 stig. Anthony Davis lék með liðinu á ný og var með 13 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Los Angeles Lakers var búið að vinna tvo leiki í röð en er nú með fimmtíu prósent sigurhlutfall út úr fjórum fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Liðið var í ágætum málum í þessum leik en gaf efir á síðustu fimm mínútum sem Portland vann 17-8. Airplane Mode SAYS NO on NBA TV! pic.twitter.com/sZOaJPQFfv— NBA (@NBA) December 29, 2020 Nikola Jokic var með flotta þrennu þegar Denver Nuggets vann 124-111 sigur á Houston Rockets. Þetta var fyrsti sigur Denver á tímabilinu en Houston hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum. Jokic var með 19 stig, 18 stoðsendingar og 12 fráköst og vantaði bara eitt frákast í leiknum á undan til að vera með þrennu í þremur fyrstu leikjum tímabilsins. Jokic er með 26,5 stig, 12,0 fráköst og 12,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum þremur leikjum. Jamal Murray skoraði 21 stig áður en hann fór af velli í þriðja leikhluta eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann spilaði ekki meira. James Harden skoraði 34 stig fyrir Houston liðið sem glímir við COVID smit í leikmannahópnum og var því án John Wall, DeMarcus Cousins, Eric Gordon og Mason Jones í þessum leik. 1Q battle of skilled bigs in Denver! Wood: 14 PTS (3-4 3PM)Jokic: 12 PTS (5-6 FGM)#KiaTipOff20 on NBA LP pic.twitter.com/3Wj8pQR4ID— NBA (@NBA) December 29, 2020 Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð nú 116-111 á móti Memphis Grizzlies eftir framlengdan leik. Þetta var fyrsti sigur Memphis Grizzlies á leiktíðinni. Memphis missti hins vegar besti nýliða síðasta tímabils, Ja Morant, meiddan af velli. Kyle Anderson skoraði 28 stig fyrir Memphis og Dillon Brooks var með 24 stig. Caris LeVert var með 28 stig og 11 stoðsendingar hjá Brooklyn Nets sem leyfði sér að hvíla báðar stórstjörnur sínar, Kevin Durant og Kyrie Irving, í leiknum. @RajonRondo drops 12 points and dishes out 8 assists with no turnovers in his @ATLHawks debut! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/ENPTPz6KcR— NBA (@NBA) December 29, 2020 Atlanta Hawks byrjar tímabilið vel og hefur unnið alla þrjá leiki sína. Atlanta liðið vann 128-120 sigur á Detroit Pistons í nótt en Pistons hefur tapað öllum þremur leikjum sínum. Trae Young var með 29 stig og 6 stoðsendingar og Bogdan Bogdanovic bætti við 17 stigum fyrir Atlanta Hawks. Þetta er í fyrsta sinn síðan á 2016-17 tímabilinu að Atlanta Hawks liðið vinnur þrjá fyrstu leiki sína. Rajon Rondo lék sinn fyrsta leik með Hawks liðinu á tímabilinu og bauð upp á 12 stig og 8 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. SPIDA scores the final 1 2 @utahjazz points and wins it with 7.0 remaining! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/a322Ru39rD— NBA (@NBA) December 29, 2020 Donovan Mitchell skoraði sigurkörfu Utah Jazz á móti Oklahoma City Thunder sjö sekúndum fyrir leikslok en Utah vann leikinn 110-109. Mitchell skoraði 20 stig í leiknum en Bogan Bogdanovich var stigahæstur með 23 stig og Mike Conley bætti við 20 stigum, 10 fráköstum og 9 stoðsendingum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 109-110 Atlanta Hawks - Detroit Pistons 120-128 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 111-116 Denver Nuggets - Houston Rockets 124-111 Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 107-115
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira