Grjóthörð loftslagslausn Edda Sif Aradóttir skrifar 30. desember 2020 08:01 Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Carbfix tæknin, sem fangar og fargar koldíoxíði (CO2) m.a. úr útblæstri orku- og iðnvera, byggir á íslensku hugviti sem þróað var í samvinnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og alþjóðlegs teymi vísindafólks. Koldíoxíðið er fangað úr útblæstri eða beint úr andrúmslofti, leyst í vatni og dælt djúpt niður í berglög þar sem það steinrennur á innan við tveimur árum. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda koldíoxíð varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið og hefur Carbfix ohf. verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR frá upphafi þessa árs. Það hefur gengið á ýmsu þetta fyrsta rekstrarár félagsins enda um fordæmalausa tíma að ræða eins og þekkt er orðið. Þó er jákvætt að þrátt fyrir heimsfaraldur hafa loftslagsmálin líka verið í brennidepli á árinu – enda ekki vanþörf á þar sem geigvænlegar afleiðingar hlýnunar jarðar verða sífellt augljósari með auknum fjölda hamfaraveðuratburða. Metnaðarfyllri loftslagsmarkmið Nýverið kynntu íslensk stjórnvöld metnaðarfyllri loftslagsmarkmið og plön um eflingu aðgerða sem stuðla eiga að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Góður árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ákveðnum geirum en jafnframt ljóst að gefa þarf hraustlega í græna nýsköpun og fjárfestingar í loftslagslausnum svo markmiðin náist. Á það t.a.m. við um nýsköpun tengda föngun og förgun koldíoxíðs frá stóriðju sem m.a. er getið um í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum til samræmis við viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækjanna og OR frá því í fyrra. Grænn og loftslagsvænn iðnaður Hér heima fyrir hefur jarðvegurinn verið plægður fyrir nýja græna atvinnugrein, kolefnisföngun og -förgun. Nú liggur fyrir Alþingi ráðherrafrumvarp um niðurdælingu koldíoxíðs sem m.a. felur í sér beinan fjárhagslegan hvata fyrir aðila sem falla undir viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir. Frumkvöðlasamningur Carbfix, Orku náttúrunnar og svissneska fyrirtækisins Climeworks sem undirritaður var á árinu, og felur í sér föngun og förgun koldíoxíðs sem þegar hefur verið sleppt út í andrúmsloftið, er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Erlend stórfyrirtæki hafa sýnt Carbfix tækninni mikinn áhuga á árinu og við hlökkum til að deila fréttum af nýjum verkefnum og vexti með tilheyrandi verðmætasköpun og jákvæðum áhrifum fyrir loftslagið. Þá hefur hróður Carbfix tækninnar borist víða á öldum ljósvakans á árinu enda féllu nokkur nýsköpunarverðlaun okkur í skaut auk þess sem nokkrir af stærstu fjölmiðlum og efnisveitum heims fjölluðu um okkur, þ.m.t. Netflix, the Weather Channel, NOVA PBS og BBC. Markmið í augsýn Fyrir tilstuðlan metnaðarfyllri markmiða ríkja heims þegar kemur að loftslagsmálum sjáum við nú í fyrsta skipti möguleika á því að geta náð markmiðum Parísarsamningsins. Allar lausnirnar sem þarf eru þegar til – verkefnið felst í því að auka umfang þeirra með veldisvexti á komandi árum og þannig draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland getur skapað sér mikil tækifæri með markvissri uppbyggingu græns og loftslagsvæns iðnaðar sem og útflutningi á hugviti. Starfsfólk Carbfix horfir björtum augum til framtíðar og er til þjónustu reiðubúið að veita íslenskum og erlendum fyrirtækjum aðgang að grjótharðri, varanlegri og hagkvæmri loftslagslausn. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar