Segir forystu Repúblikanaflokksins aumkunarverða og kunna ekkert nema að tapa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 17:39 Donald Trump hefur ekki átt sjö dagana sæla. AP/Susan Walsh Svo virðist sem uppreisn sé hafin gegn ofríki Donald Trump innan Repúblikanaflokksins en forsetinn fór mikinn á Twitter í dag eftir að samflokksmenn hans í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu að þvinga í gegn frumvarpi um fjárveitingar til hermála, sem Trump hafði neitað að lögfesta með undirskrift sinni. „Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
„Veik og þreytt „forysta“ repúblikana mun leyfa hinu slæma varnarmálafrumvarpi að fara í gegn,“ sagði forsetinn meðal annars. „Skammarlegur gunguháttur og algjör undirgefni veikgeðja fólks gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum. Semjið um betra frumvarp eða skiptið forystunni út, NÚNA!“ Eftir að hafa haft hreðjatak á þingmönnum Repúblikanaflokksins um langt skeið virðist sem gripið sé að losna. Margir hafa sagt að flokksmönnum sé hollast að vera Trump þóknanlegir, þar sem áhrif hans á ákveðinn hóp kjósenda eru óumdeilanleg og hæfileikar hans til að fylla stríðskisturnar sömuleiðis. Þá gera margir ráð fyrir að hann freisti þess að ná aftur Hvíta húsinu 2024. Nú er forsetinn hins vegar í þeirri undarlegu stöðu að njóta stuðnings demókrata þegar kemur að því að auka fjárhagsaðstoð til almennings í Covid-19 faraldrinum og vera í andstöðu við samflokksmenn sína hvað varðar hermálafrumvarpið. „Getið þið ímyndað ykkur ef repúblikanar stælu forsetakosningum af demókrótum... Allt færi til andskotans,“ tísti forsetinn, sem virðist ekki enn hafa sætt sig við að hafa tapað Hvíta húsinu. „Forysta repúblikana vill bara fara auðveldustu leiðina. Leiðtogar okkar (ekki ég, að sjálfsögðu) eru aumkunarverðir. Þeir kunna bara að tapa! P.S. Ég fékk MARGA öldungadeildarþingmenn og þingmenn/þingkonur kjörna. Ég held þeir hafi gleymt því!“ Weak and tired Republican “leadership” will allow the bad Defense Bill to pass. Say goodbye to VITAL Section 230 termination, your National Monuments, Forts (names!) and Treasures (inserted by Elizabeth “Pocahontas” Warren), 5G, and our great soldiers....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020 ....Can you imagine if the Republicans stole a Presidential Election from the Democrats - All hell would break out. Republican leadership only wants the path of least resistance. Our leaders (not me, of course!) are pathetic. They only know how to lose! P.S. I got MANY Senators..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 29, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06 Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Gaf Demókrötum gullið tækifæri Þingmenn á fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu í gærkvöldi frumvarp um að senda hverjum Bandaríkjamanni tvö þúsund dala ávísun, en ekki 600 dali eins og til stendur. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur krafist þess á undanförnum dögum. 29. desember 2020 10:06
Græddi ekkert og reitti alla til reiði Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, undirritaði frumvarp um neyðaraðstoð handa Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar í nótt. Hann hafði áður neitað að undirrita frumvarpið, sem snýr einnig að fjárveitingum til reksturs alríkisstofnanna, og krafðist þess að dregið yrði úr kostnaði. 28. desember 2020 14:51