Enski boltinn

Man. City hóf æfingar að nýju í dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá æfingasvæði Manchester City sem var lokað á mánudaginn en opnað aftur, að hluta til, í dag.
Frá æfingasvæði Manchester City sem var lokað á mánudaginn en opnað aftur, að hluta til, í dag. Ina Fassbender/Getty

Manchester City hóf æfingar að nýju í dag eftir að kórónuveirusmit greindist í herbúðum liðsins fyrr í vikunni og leiknum gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton var frestað.

City átti að spila gegn Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið en eftir að fimm leikmenn og minnst tveir úr þjálfarateyminu greindust með veiruna var leiknum frestað.

Allur leikmannahópurinn sem og þjálfaraliðið fóru í próf á þriðjudaginn og úr því kom í dag. Öll kórónuveiruprófin reyndust neikvæð svo Pep Guardiola og lærisveinar gátu hafið æfingar að nýju í dag.

City á að mæta Chelsea á sunnudagskvöldið og miðað við nýjustu fregnir má reikna með að leikurinn fari fram.

Gabriel Jesus og Kyle Walker hafa verið í einangrun eftir að þeir greindust með COVID-19 en þrír aðrir leikmenn eru einnig sagðir hafa greinst með veiruna. Þeir hafa þó ekki verið nafn greindir.

Það er skammt stórra högga á milli en liðið mætir svo Manchester United sjötta janúar í deildarbikarnum áður en liðið mætir Birmingham í enska bikarnum þann tíunda janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×