Þingmenn munu neyðast til að taka afstöðu með eða á móti Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 23:04 Margir eru uggandi yfir afleiðingum þess að þingmenn séu settir í þá stöðu að þurfa að taka opinbera afstöðu með eða á móti Trump. epa/Michael Reynolds Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley greindi frá því í dag að hann hygðist mótmæla þegar Bandaríkjaþing „telur“ kjörmannaatkvæðin eftir forsetakosningarnar 6. janúar næstkomandi. Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Ákvörðun Hawley mun gera það að verkum að þingmenn beggja deilda ganga til atkvæða um sigur Joe Biden í kosningunum. Þingmenn Repúblikanaflokksins munu þannig þurfa að opinbera afstöðu sína gagnvart kosningunum eða með öðrum orðum; taka afstöðu með eða á móti forsetanum, sem heldur því enn fram að kosningunm hafi verið „stolið“. Nokkuð er síðan nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni sögðust myndu mótmæla úrslitunum en ákvörðun Hawley skiptir sköpum þar sem þingmenn beggja deilda verða að mótmæla til að eitthvað gerist. Og hvað er það sem gerist? Hawley virðist ötull stuðningsmaður forsetans, ef marka má Twitter. Jú, ef úrslitum er mótmælt í báðum deildum þegar þær koma saman 6. janúar er þeim skipt upp og báðar deildir taka allt að tvær klukkustundir til að ræða málið. Það er síðan útkljáð með atkvæðagreiðslu. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa gefið út að þeir hyggist mótmæla talningunni í allt að sex ríkjum, sem þýðir að umræðurnar gætu varað í allt að tólf klukkustundir samanlagt. Óttast pólitískan sirkus Þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína benti Hawley meðal annars á að demókratar hafa sjálfir gripið til mótmæla en það gerðu þeir meðal annars þegar Trump sigraði í forsetakosningunum árið 2016 og þegar George W. Bush vann naumlega í Flórída, eins og frægt er orðið. Í bæði skipti tók þó enginn öldungadeildarþingmaður undir mótmælin og málið því sjálfdautt. Heimildir herma að nokkuð kurr sé í mörgum repúblikönum vegna fyrirætlana Hawley og félaga; talningin muni verða að pólitískum sirkus og draga athyglina að tilhæfulausum ásökunum Donald Trump. Mitch MCConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hefur fyrir sitt leyti sagt mótmælin gjörsamlega tilgangslaus. Það eina sem muni gerast er að flokksmenn muni neyðast til að taka afstöðu gegn Trump, flokksbróður sínum og sitjandi forseta. Trump hefur þrýst mjög á að þingið láti til sín taka hvað varðar úrslit kosninganna, þar sem dómstólaleiðin hefur ekki reynst heillavænleg. Hann mun ekki taka því vel ef samflokksmenn hans greiða atkvæði til að staðfesta sigur Biden en hann hefur þegar haft í hótunum við þá sem styðja ekki mótmælin. Republicans in the Senate so quickly forget. Right now they would be down 8 seats without my backing them in the last Election. RINO John Thune, “Mitch’s boy”, should just let it play out. South Dakota doesn’t like weakness. He will be primaried in 2022, political career over!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira