Dómsdagur fyrir evrópska fótboltann: UEFA fundar með öllum í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2020 10:00 Hvenær fer EM alls staðar fram? vísir/getty Dagurinn í dag, 17. mars, er afar mikilvægur fyrir fótboltann í Evrópu. Þá verður nefnilega fundað um hvað gera skuli við Evrópumót karla sem á að fara fram í sumar og Meistara- og Evrópudeildina sem hafa verið settar á ís vegna kórónuveirunnar. Á tímum kórónuveirunnar þykir ekki skynsamlegt að margir komi saman undir sama þaki og því verður notast við fjarfundarbúnað. Á fundinum, sem hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, verða fulltrúar allra 55 aðildarríkja UEFA, þ.á.m. Íslands, og aðrir hagsmunaaðilar. EM alls staðar átti að fara fram 12. júní til 12. júlí en nánast engar líkur eru á að svo verði. Rætt hefur verið um að færa EM til loka þessa árs eða fram á næsta sumar. Í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að sér hugnaðist seinni kosturinn betur. „Ég er hrifnari af því að fara með þetta fram á næsta sumar, upp á undirbúninginn, tíðarfarið og stemmninguna í kringum keppnina,“ sagði Guðni. Einn hængur er þó á því færa EM fram á næsta sumar því þá fer EM kvenna fram í Englandi. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn á EM karla áttu að fara fram á Wembley og það kallar því á tilfæringar. Klippa: Guðni um EM Á fundi UEFA verður einnig ákveðið hvenær eða hvort umspilið fyrir EM fari fram. Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars. Fimm dögum síðar átti sigurvegarinn að mæta annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi. Rætt hefur verið um að nýta tímann þegar EM átti að fara fram til að ljúka leikjum í umspili, klára Meistara- og Evrópudeildina og vetrardeildirnar í Evrópu. Þá hefur sú hugmynd að sleppa umspilinu og hafa 20 lið á EM í stað 24 einnig verið nefnd. Það hugnast Íslendingum alls ekki. Keppni var í Meistara- og Evrópudeildinni var hætt í 16-liða úrslitum. Á fundinum verður rætt hvernig, eða hvort, eigi að klára þessar keppnir. Meðal hugmynda sem fram hafa komið er að aðeins einn leikur verði í 8-liða úrslitum keppnanna og undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn myndu fara fram í sömu borg. Það yrði þá eins konar úrslitahelgi eins og þekkt er í handbolta. "UEFA are doing all that they can to ensure many people are heard, because there is a lot of different opinions. It's not going to be easy."@skysports_bryan talks you through who will be talking to who today as UEFA seeks to rearrange the European football schedule. pic.twitter.com/g8BlZ8iGyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 17, 2020 Spurningarnar eru margar og vonandi fást svör við þeim eftir fundinn í dag. EM 2020 í fótbolta Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00 UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00 50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00 Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Dagurinn í dag, 17. mars, er afar mikilvægur fyrir fótboltann í Evrópu. Þá verður nefnilega fundað um hvað gera skuli við Evrópumót karla sem á að fara fram í sumar og Meistara- og Evrópudeildina sem hafa verið settar á ís vegna kórónuveirunnar. Á tímum kórónuveirunnar þykir ekki skynsamlegt að margir komi saman undir sama þaki og því verður notast við fjarfundarbúnað. Á fundinum, sem hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, verða fulltrúar allra 55 aðildarríkja UEFA, þ.á.m. Íslands, og aðrir hagsmunaaðilar. EM alls staðar átti að fara fram 12. júní til 12. júlí en nánast engar líkur eru á að svo verði. Rætt hefur verið um að færa EM til loka þessa árs eða fram á næsta sumar. Í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að sér hugnaðist seinni kosturinn betur. „Ég er hrifnari af því að fara með þetta fram á næsta sumar, upp á undirbúninginn, tíðarfarið og stemmninguna í kringum keppnina,“ sagði Guðni. Einn hængur er þó á því færa EM fram á næsta sumar því þá fer EM kvenna fram í Englandi. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn á EM karla áttu að fara fram á Wembley og það kallar því á tilfæringar. Klippa: Guðni um EM Á fundi UEFA verður einnig ákveðið hvenær eða hvort umspilið fyrir EM fari fram. Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars. Fimm dögum síðar átti sigurvegarinn að mæta annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi. Rætt hefur verið um að nýta tímann þegar EM átti að fara fram til að ljúka leikjum í umspili, klára Meistara- og Evrópudeildina og vetrardeildirnar í Evrópu. Þá hefur sú hugmynd að sleppa umspilinu og hafa 20 lið á EM í stað 24 einnig verið nefnd. Það hugnast Íslendingum alls ekki. Keppni var í Meistara- og Evrópudeildinni var hætt í 16-liða úrslitum. Á fundinum verður rætt hvernig, eða hvort, eigi að klára þessar keppnir. Meðal hugmynda sem fram hafa komið er að aðeins einn leikur verði í 8-liða úrslitum keppnanna og undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn myndu fara fram í sömu borg. Það yrði þá eins konar úrslitahelgi eins og þekkt er í handbolta. "UEFA are doing all that they can to ensure many people are heard, because there is a lot of different opinions. It's not going to be easy."@skysports_bryan talks you through who will be talking to who today as UEFA seeks to rearrange the European football schedule. pic.twitter.com/g8BlZ8iGyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 17, 2020 Spurningarnar eru margar og vonandi fást svör við þeim eftir fundinn í dag.
EM 2020 í fótbolta Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00 UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00 50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00 Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00
UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00
50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00
Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00