Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2020 07:33 Fámenni á Times-torgi í New York. Getty Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Bandarísk heilbrigðis yfirvöld hafa nú skráð 3.953 dauðsföll vegna kórónuveirunnar á einum sólarhring. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskóla, en tímabilið sem um ræðir er frá klukkan þrjú á föstudagsmorgni að íslenskum tíma og til klukkan þrjú um nýliðna nótt. Á sama tímabili, sólarhring fyrr, voru skráð dauðsföll í Bandaríkjunum vegna veirunnar 2.257 talsins. Alls eru nú skráð 37.175 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 710.272 í landinu. Hefur þeim nú fjölgað um 30 þúsund frá í gær, en talið er að einnig sé um að ræða mikinn fjöldi óskráðra smita í bandarísku samfélagi. Alls hafa um 60 þúsund hinna smituðu náð bata. Ef litið er til Bandaríkjanna í heild þá er tíðni dauðsfalla 11,3 á hverja 100 þúsund íbúa. Sé litið til New York borgar, sem farið hefur verst út úr faraldrinum er tíðnin hins vegar 157,4 á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar má nefna að talan á Ítalíu er 37,7 á hverja 100 þúsund íbúa, en á Spáni 42,6. Alls hafa verið skráð 13.202 dauðsföll af völdum covid-19 í New York. Dauðsföllin voru skráð 11.477 í gær og efur þeim því fjölgað um 15 prósent á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins hafa verið tekin sýni úr alls 3,6 milljónum manna í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld stefna að því að halda sýnatökum áfram og opna samfélagið á ný í skrefum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00