Opið bréf sem er ekki í viðhengi Finnur Pálmi Magnússon skrifar 17. mars 2020 16:30 Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Netöryggi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Kæri stjórnandi menntastofnunar, leikskóla eða tómstundafélags, Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir að halda mér upplýstum um framgang barnsins míns og helstu viðburði á vegum stofnunarinnar. Mig langaði samt að benda vinalega á að þessari áráttu með að setja allar upplýsingar í viðhengi verður að ljúka. Það eru engin rök fyrir því að þvinga okkur sem veitum póstunum viðtöku að opna PDF skjöl til að komast að efni póstins. Svo ekki sé talað um Word skjöl. Ég er ekki með Word á símanum mínum. Einu rökin sem ég hef heyrt sem styðja við þessa viðhengja áráttu er að þannig sé hægt að hafa betri stjórn á letri og uppsetningu. Það á bara ekki við um tölvupóst. Þér er frjálst að vera skapandi með Comic sans þegar prentaðar eru út tilkynningar sem eiga að fara á veggi. En þegar lesa skal tölvupóst, þá erum við með alls kyns tæki og forrit sem sem við höfum valið og stilt til að lesa texta á því sniði sem hentar okkur. Rök sem mæla með því að skrifa efni tölvupósts í sjálfan tölvupóstinn: Færri smellir og tímasparnaður; Maður opnar póstinn og les efnið. Leit; Það er betri stuðningur við að leita í efni póstins en viðhengjum. Maður gæti þá fundið gamla póstinn með páskabingóinu þegar mikið liggur á. Þessu tengt, þá er listgrein að tilgreina efni póstins greinilega í Subject línunni svo maður endi ekki með 20 pósta sem allir hafa titilinn Tilkynning í viðhengi. Öryggi; Það er sífellt verið að brýna fyrir fólki að opna ekki viðhengi vegna hættu á vírusum. Þið eruð að þjálfa fólk til að opna viðhengi margoft á dag. Aðgengi; Fólk les pósta í símum og á tölvuskjám í mismunandi forritum sem þeim henta. Fólk sem sér illa, hefur litblindu eða aðra skerðingu getur þannig ráðið hvaða letur og litir eru notaðir í lestri á pósti. Þú ert að taka fram fyrir hendur á þessu fólki með því að senda PDF viðhengi. Samskipti; Tölvupóstar eru hannaðir í tvíátta samskipti og ef ég hefði áhuga á að svara póstinum með því að vitna í hluta hans, þá er það einfaldara ef efnið er í sjálfum póstinum. Tökum nú höndum saman og hættum þessu. Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist. Í næsta bréfi mun ég fjalla um möguleikann á því að bjóða fólki á viðburði með því að nota dagatals virkni tölvupóstforrita. Þar er í lagi að setja viðhengi. Með vinsemd og virðingu. Finnur Pálmi Magnússon foreldri.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun