Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 19:50 Margrét Þórhildur Danadrottning. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. Varaði hún við því að enn væru ýmsir sem hegðuðu sér af hugsunar- og tillitsleysi. Áður en ávarp drottningar hófst tilkynnti ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra um enn strangari aðgerðir til að bregðast við faraldrinum. Samkomur tíu manna og fleiri eru bannaðar og loka þarf alls kyns fyrirtækjum og opinberum stöðum eins og veitingastöðum, verslunarmiðstöðvum og íþróttahúsum til 30. mars. „Ég er með ákall til allra: kórónuveiran er vágestur og hún gengur hart fram. Smitin halda áfram. Löng og ógnvekjandi keðja. Í þeirri keðju mun fólk deyja. Barn gæti misst ömmu sína. Kona mann sinn,“ sagði drottningin í fyrsta slíka ávarpi dansks þjóðhöfðingja frá því að afi Margrétar talaði beint til þjóðarinnar við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Biðlaði hún til Dana að hugsa vel um eigin hegðun á tímum faraldursins. „Það er keðjan sem við verðum að slíta og sem við getum slitið. Þetta getur aðeins gerst ef við hugsum öll um það,“ sagði drottningin sem ítrekaði tilmæli yfirvalda um að fólk þvoi sér um hendur, forðast návígi við aðra og haldi sig heima við. Varaði drottningin við því að enn væru ýmsir sem tækju vána ekki alvarlega. „Maður sér ennþá hópa af öllum aldri standa of þétt saman, það er hugsunarleysi og tillitsleysi,“ sagði Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira