Stúdentar og COVID-19 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 08:30 Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Of stór hluti stúdenta glímir við kvíða, þunglyndi og streitu. Um leið eru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ástæða þess að stúdentar tefjast í námi í heilt ár eða meira. Óvissuástandið sem við stöndum nú frammi fyrir er fordæmalaust fyrir samfélagið. Á slíkum tímum er nauðsynlegt að huga að þeim sem mest þurfa á stuðningi að halda. Við sjáum fram á að stór hluti stúdenta geti lent í erfiðri stöðu vegna ástandsins en nú þegar hafa stúdentar í hlutastörfum fundið fyrir afleiðingum samkomubannsins á tekjur sínar. Aðgerðir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnuleysi vegna COVID-19 þurfa að gera ráð fyrir stúdentum í hlutastörfum sem treysta á þær tekjur sér til framfærslu og greiðslu leigu. Frumvarp sem rætt var á þingi 17. mars 2020 um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar boðar því miður ekki slík svör en Stúdentaráð sendi inn umsögn vegna málsins. 86% stúdenta sem vinna með námi segjast gera það til að eiga efni á helstu nauðsynjum og 71% stúdenta vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að vera í námi. Stúdentar á Íslandi vinna almennt mikið með námi, sérstaklega í samanburði við Norðurlöndin. Samkvæmt EUROSTUDENT VI, eru aðeins 31.8 % stúdenta ekki í neinni vinnu meðan námi stendur. Þá vinna 49.5% stúdenta allt skólaárið með námi og 18.7% stúdenta vinna stöku sinnum með námi eða “occasional paid job”. Ef þú ert í háskólanámi áttu almennt ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Ef einhver þeirra 69% stúdenta sem vinna að einhverju leyti með námi í dag til að eiga fyrir helstu nauðsynjum, missa starf sitt vegna óvissuástandsins sem nú ríkir, hafa þeir ekkert net sem grípur þá. Meirihluti stúdenta er í hlutastörfum og verða stjórnvöld að gæta að því að úrræði ríkisins vegna minnkaðs starfshlutfalls eða uppsagna á tímum samkomubanns nái einnig til stúdenta. Mögulegt er að fjöldi stúdenta muni finna fyrir áhrifum samkomubannsins á vinnumarkaði en stúdentar finna sumir hverjir nú þegar fyrir afleiðingunum. Tryggjum stöðu stúdenta og grípum til aðgerða. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar