Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 12:05 Frá fundinum í Seðlabankanum í morgun. Vísir/Sigurjón Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. Seðlabankinn lækkaði megin vexti sína í annað sinn á viku í stóru skrefi um 0,5 prósentur í dag og hafa þeir þá lækkað um eitt prósentustig frá því á miðvikudag í síðustu viku. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi einnig frá því að bankinn bætt lánsfjárstöðu fjármálastofnana með því að afnema tveggja prósenta kröfu um sveiflujöfnunarauka. „Sveiflujöfnunaraukinn telur eitthvað um 60 milljarða. Þetta eru sérstakar eiginfjárkvaðir á bönkunum. Eigið fé sem bönkunum var skipað að halda til haga til að geta brugðist við niðursveiflu og útlánatapi. Það sem mun gerast núna er það að við erum að losa þennan auka og gera þeim kleift í rauninni að nota þetta eigið fé mögulega til að mæta tapi eða lána út ný útlán,“ segir Ásgeir Enda hafi Seðlabankinn tröllatrú á íslensku efnahagslífi sem nú gangi í gegnum tímabundna erfiðleika vegna Covid-19 veirunnar. „Á sama tíma líka og sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður er það með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta er mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri fundaði með forystufólki Landssamtaka lífeyrissjóða í gær um gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna en þeir fjárfestu í erlendum gjaldmiðlum í öðrum löndum fyrir 120 milljarða króna á síðasta ári. Í framhaldinu hvöttu landssamtökin alla lífeyrissjóði til að halda að sér höndum í gjaldeyriskaupum á næstu þremur mánuðum í ljósi þess að útflutningstekjur landsins muni fyrirsjáanlega tímabundið dragast saman. Þetta hvetur lífeyrissjóðina einnig til að fjárfesta meira innanlands. Bankarnir geta endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar Gengi krónunnar hefur fallið um tíu prósent frá áramótum og segir Ásgeir það eðlilegt þegar landið verði fyrir áföllum. Seðlabankinn eigi góðan gjaldeyrisforða upp á 930 milljarða og bankarnir standi vel. „Bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Bæði eru þeir fullir af eiginfé, 25 prósent, líka fullir af lausu fé. Þeir eiga líka gjaldeyriseignir sem geta staðið að baki öllum erlendum greiðslum sem standa að þeim á þessu ári. Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda og við erum að gefa þeim svigrúm með sveiflujöfnunaraukanum til að gera það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira