Þegar mennskan og samvinnan ræður för Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. mars 2020 14:00 Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar