Sportið í dag: Þetta er gæi með alvöru drauma Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 19:00 Eftir afar farsælan tíma með liði Davidson-háskólans í Bandaríkjunum fékk háskólaboltaferill Jóns Axels Guðmundssonar skjótan endi þegar úrslitakeppni A-10 riðilsins var aflýst vegna kórónuveirunnar. Jón Axel er mikill Grindvíkingur og í Sportinu í dag spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að til greina hefði komið að spila með Grindavík í úrslitakeppninni hér á landi í vor. Innslagið má sjá hér að ofan. Nú hefur úrslitakeppnin verið blásin af hér líkt og í bandaríska háskólaboltanum, en það var á Jóni Axel að heyra að hann hefði frekar haldið kyrru fyrir í Bandaríkjunum þó að það hefði boðist að koma heim: „Grindavíkurhjartað er það stórt að það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa þeim, og gera eins mikið og ég get til þess. Mér finnst þeir vera með nógu gott lið til að spila við hvern sem er í deildinni og þeir hafa sýnt það þegar þeir eru að spila vel, eru yfirvegaðir og vilja spila vörn af krafti. Þá eru þeir mjög gott lið. En ég veit það ekki. Ég verð að hugsa fyrst og fremst um mína framtíð. Ef ég myndi vera að koma heim til Íslands held ég að það myndi bara hamla ferlinum mínum frekar en að hjálpa mér. Ég væri þá að æfa körfubolta á Íslandi í stað þess að vera hérna með einkaþjálfaranum mínum sem veit í hverju ég þarf að vinna í. Hann er búinn að þjálfa fullt af NBA-gaurum og er enn að því, þannig að ég held að það myndi hjálpa mér meira,“ sagði Jón Axel. Hopefully, just as a guy who came to fight every game he went into. Someone who hated to lose & when he stepped on the floor gave it everything he s got. Top-10 Pts Top-10 Rebs Top-5 Assists Top-10 3-Pt FGs Top-10 Steals Top-5 Starts Yes, Jon, Yes You Did! pic.twitter.com/mHzS3XSbRk— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) March 18, 2020 Kjartan Atli og Henry Birgir Gunnarsson ræddu aðeins um Grindvíkinginn sem eins og fyrr segir stóð sig afar vel fyrir Davidson. „Frábært að sjá svona gæja. Búinn að eiga geggjaðan háskólaferil og þetta er alvöru metnaður. „Já, auðvitað er NBA alltaf markmiðið, en ég gæti alveg sætt mig við Euroleague ef þetta fer þangað.“ Þetta er gæi með alvöru drauma og alvöru attitjúd,“ sagði Henry Birgir. Innslagið má sjá hér að ofan. Bandaríski háskólakörfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir A-10 aflýst og Jón Axel hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Davidson Jón Axel Guðmundsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Davidson-háskólann eftir að A-10 úrslitakeppnin var aflýst vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 20:38 Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Jón Axel Guðmundsson fékk boð um að taka þátt á móti fyrir 64 bestu leikmenn á elsta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Afar ólíklegt er að hann leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 12. mars 2020 11:00 Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Eftir afar farsælan tíma með liði Davidson-háskólans í Bandaríkjunum fékk háskólaboltaferill Jóns Axels Guðmundssonar skjótan endi þegar úrslitakeppni A-10 riðilsins var aflýst vegna kórónuveirunnar. Jón Axel er mikill Grindvíkingur og í Sportinu í dag spurði Kjartan Atli Kjartansson hvort að til greina hefði komið að spila með Grindavík í úrslitakeppninni hér á landi í vor. Innslagið má sjá hér að ofan. Nú hefur úrslitakeppnin verið blásin af hér líkt og í bandaríska háskólaboltanum, en það var á Jóni Axel að heyra að hann hefði frekar haldið kyrru fyrir í Bandaríkjunum þó að það hefði boðist að koma heim: „Grindavíkurhjartað er það stórt að það kitlar ógeðslega mikið að koma heim og hjálpa þeim, og gera eins mikið og ég get til þess. Mér finnst þeir vera með nógu gott lið til að spila við hvern sem er í deildinni og þeir hafa sýnt það þegar þeir eru að spila vel, eru yfirvegaðir og vilja spila vörn af krafti. Þá eru þeir mjög gott lið. En ég veit það ekki. Ég verð að hugsa fyrst og fremst um mína framtíð. Ef ég myndi vera að koma heim til Íslands held ég að það myndi bara hamla ferlinum mínum frekar en að hjálpa mér. Ég væri þá að æfa körfubolta á Íslandi í stað þess að vera hérna með einkaþjálfaranum mínum sem veit í hverju ég þarf að vinna í. Hann er búinn að þjálfa fullt af NBA-gaurum og er enn að því, þannig að ég held að það myndi hjálpa mér meira,“ sagði Jón Axel. Hopefully, just as a guy who came to fight every game he went into. Someone who hated to lose & when he stepped on the floor gave it everything he s got. Top-10 Pts Top-10 Rebs Top-5 Assists Top-10 3-Pt FGs Top-10 Steals Top-5 Starts Yes, Jon, Yes You Did! pic.twitter.com/mHzS3XSbRk— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) March 18, 2020 Kjartan Atli og Henry Birgir Gunnarsson ræddu aðeins um Grindvíkinginn sem eins og fyrr segir stóð sig afar vel fyrir Davidson. „Frábært að sjá svona gæja. Búinn að eiga geggjaðan háskólaferil og þetta er alvöru metnaður. „Já, auðvitað er NBA alltaf markmiðið, en ég gæti alveg sætt mig við Euroleague ef þetta fer þangað.“ Þetta er gæi með alvöru drauma og alvöru attitjúd,“ sagði Henry Birgir. Innslagið má sjá hér að ofan.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir A-10 aflýst og Jón Axel hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Davidson Jón Axel Guðmundsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Davidson-háskólann eftir að A-10 úrslitakeppnin var aflýst vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 20:38 Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Jón Axel Guðmundsson fékk boð um að taka þátt á móti fyrir 64 bestu leikmenn á elsta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Afar ólíklegt er að hann leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 12. mars 2020 11:00 Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
A-10 aflýst og Jón Axel hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Davidson Jón Axel Guðmundsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Davidson-háskólann eftir að A-10 úrslitakeppnin var aflýst vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 20:38
Jón Axel fékk boð á mót fyrir þá bestu sem eykur möguleikana á að komast að í NBA Jón Axel Guðmundsson fékk boð um að taka þátt á móti fyrir 64 bestu leikmenn á elsta ári í bandaríska háskólakörfuboltanum. Afar ólíklegt er að hann leiki með Grindavík í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 12. mars 2020 11:00
Jón Axel gæti klárað tímabilið með Grindavík Jón Axel Guðmundsson, leikmaður Davidson í bandaríska háskólaboltanumm, gæti klárað tímabilið með Grindavík en þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is. 10. mars 2020 18:56
Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02