Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 09:49 Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt. Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. Þetta kom fram í máli Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, og Vigdísar Arnardóttur, skurðhjúkrunarfræðings, sem mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun. Þau sögðu heilbrigðisstarfsmenn vera að undirbúa sig fyrir magar mögulegar sviðsmyndir. Tómas byrjaði á því að tala um að enn sem komið er hafi ekki margir þurft á gjörgæslu hér á landi og enginn þurft í öndunarvél. Tómas sagði þó að við erum eigum töluvert í land áður en það versta gengur yfir. Verið sé að gera ráðstafanir. „Meðferðin í þessum sjúkdóminn í Ítalíu og í Kína hefur aðallega verið hefðbundin öndunarvélameðferð,“ sagði Tómas. „Þetta er aðallega öndunarstuðningur í hefðbundinni öndunarvél. En það sem er vandamálið er að sjúklingarnir þurfa meðferð í tvær til þrjár vikur, hver.“ Einstaka sinnum er þó sérstök dæla notuð til að styðja lungu sem eru algerlega óstarfhæf. Sú reynsla hefur þó ekki verið mjög góð í Kína og á Ítalíu. „Þetta snýr líka að því að vernda starfsfólkið. Bæði að ef við fáum sýktan sjúkling, að við sýkjumst ekki þannig að við getum þá ekki hjálpað öðrum sjúklingum. Þetta eru svo stórar keðjur sem detta út í heilu lagi,“ sagði Tómas. Vigdís sagði að verulegar breytingar hafi átt sér stað á vaktafyrirkomulagi og álagi fólks. Þar að auki passa þau sig verulega á því að smitast ekki í frítíma þeirra. „Ég reyni að fara ekki neitt og ég passa mig sérstaklega, því að ég er þannig lagað heima í sóttkví svo ég smitist ekki,“ sagði Vigdís. Hún fær til að mynda ekki til sín gesti. Vigdís sagði að þegar mest yrði, yrði álagið mest á gjörgæslunni og þar sé undirmönnun. „Þess vegna höfum við til dæmis dregið mjög mikið úr öllum aðgerðum sem mega bíða. Því sumar þeirra lenda kannski inn á gjörgæslu og taka þar pláss.“ Tómas sagði mikilvægt að láta kvíða ekki heltaka sig. Hann vísaði einnig til ástandsins á Ítalíu þar sem töluverður fjöldi heilbrigðisstarfsmanna hefur smitast. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álag Á Ítalíu á að útskrifa læknanema átta til níu mánuðum á undan áætlun svo þeir geti hlaupið undir bagga með starfsfólki sem hefur sýkst og létt undir í heilbrigðiskerfinu. Tómas segir umræðu hafa átt sér stað hér á landi um að virkja læknanema og sumir hafi viljað útiloka nema frá spítalanum. „Ég, persónulega, held að það sé ekki skynsamlegt því að þessir sömu nemar eru oft að taka aukavaktir á kvöldin og um helgar og eru mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni þar sem þessar deildir eru svo undirmannaðar nú þegar,“ sagði Tómas. „Ef þetta fer illa, þá verða mjög margir sem þurfa meðferð og þá gætu þessir aðilar orðið aukahjól undir vagninn. Ég hef verið talsmaður þess að hafa nemana inni.“ Hann sagði líka að um námstækifæri væri að ræða, þó það vægi ekki eins þungt og hitt.
Heilbrigðismál Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02 Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn gæti náð hápunkti á Íslandi í kringum föstudaginn langa Kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega náð hámarki hér á landi í kring um 10. apríl, sem er föstudagurinn langi. 18. mars 2020 22:02
Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. 18. mars 2020 18:31
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57