Solskjær vildi halda Lukaku sem hafði ekki orkuna í að vera áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 20. mars 2020 08:00 Solskjær og Lukaku á síðustu leiktíð en Lukaku hefur farið á kostum á Ítalíu í vetur. Romelu Lukaku, sem gekk í raðir Inter frá Man. United í sumar, segir að hann hafi ekki haft orkuna til að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, hafi viljað halda honum. Lukaku gekk í raðir Inter í ágúst eftir að hafa verið í tvö ár á Old Trafford en oft á tíðum, sér í lagi á öðru tímabilinu, fékk hann mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Solskjær sagði í september að það hafi verið rétt ákvörðun að láta Lukaku fara því þá myndi skapast fleiri og betri tækifæri fyrir ungstirnið Mason Greenwood. Lukaku var í viðtali á YouTube við Ian Wright. „Það geta allir átt eitt slakt tímabil á ferlinum. Þetta var bara búið hjá okkur. Þú veist hvað gerðist á bakvið tjöldin. Þetta var bara búið,“ sagði Lukaku áður en hann hélt áfram: Romelu Lukaku dey talk about Solskjaer and Man United in new interview. #MUFC #MUIP [Ian Wright] pic.twitter.com/q5QLTQtpMt— Man United in Pidgin (@ManUtdInPidgin) March 19, 2020 „Þetta var erfið staða því ég sjálfur þurfti að taka ákvörðun hvert ég ætti að fara og hvar ég gæti haldið áfram að þróa leik minn. Ég vildi fara í lið þar sem liðið vildi einnig vinna með mér.“ „Ole vildi halda mér en ég sagði honum að þetta væri búið. Ég hafði ekki orkuna. Hann á mikið hrós skilið því hann er alvöru maður og hjálpaði mér að komast í burtu,“ sagði Belginn. Lukaku hefur fundið sig vel á Ítalíu. Þar hefur hann skorað sautján mörk í 25 deildarleikjum fyrir Inter sem er í 3. sæti deildarinnar en deildin er sem kunnugt er í pásu vegna kórónuveirunnar. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Romelu Lukaku, sem gekk í raðir Inter frá Man. United í sumar, segir að hann hafi ekki haft orkuna til að vera áfram hjá félaginu þrátt fyrir að Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, hafi viljað halda honum. Lukaku gekk í raðir Inter í ágúst eftir að hafa verið í tvö ár á Old Trafford en oft á tíðum, sér í lagi á öðru tímabilinu, fékk hann mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Solskjær sagði í september að það hafi verið rétt ákvörðun að láta Lukaku fara því þá myndi skapast fleiri og betri tækifæri fyrir ungstirnið Mason Greenwood. Lukaku var í viðtali á YouTube við Ian Wright. „Það geta allir átt eitt slakt tímabil á ferlinum. Þetta var bara búið hjá okkur. Þú veist hvað gerðist á bakvið tjöldin. Þetta var bara búið,“ sagði Lukaku áður en hann hélt áfram: Romelu Lukaku dey talk about Solskjaer and Man United in new interview. #MUFC #MUIP [Ian Wright] pic.twitter.com/q5QLTQtpMt— Man United in Pidgin (@ManUtdInPidgin) March 19, 2020 „Þetta var erfið staða því ég sjálfur þurfti að taka ákvörðun hvert ég ætti að fara og hvar ég gæti haldið áfram að þróa leik minn. Ég vildi fara í lið þar sem liðið vildi einnig vinna með mér.“ „Ole vildi halda mér en ég sagði honum að þetta væri búið. Ég hafði ekki orkuna. Hann á mikið hrós skilið því hann er alvöru maður og hjálpaði mér að komast í burtu,“ sagði Belginn. Lukaku hefur fundið sig vel á Ítalíu. Þar hefur hann skorað sautján mörk í 25 deildarleikjum fyrir Inter sem er í 3. sæti deildarinnar en deildin er sem kunnugt er í pásu vegna kórónuveirunnar.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira