Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:05 Sjúklingar með Covid-19-sjúkdóminn á Papa Giovanni XII-sjúkrahúsinu í Bergamo. Í umfjöllun Sky segir að plasthylkin utan um höfuð sjúklinganna séu notuð til að jafna loftþrýsting í lungum þeirra. Skjáskot/YouTube Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22
„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15