Fjórir úr sömu fjölskyldunni dánir og þrír veikir Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2020 14:35 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa sýnatökur í New Jersey. AP/Seth Wenig Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum eru dánir vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Þar að auki eru þrír til viðbótar veikir og þar af tveir alvarlega. Veikindin komu upp eftir matarboð fjölskyldunnar og var það sótt af fyrsta manninum sem dó vegna veirunnar í New Jersey. Hin 73 ára gamla Grace Fusco er dáin auk þriggja fullorðinna barna hennar. Nítján meðlimir fjölskyldunnar bíða nú eftir niðurstöðum úr rannsóknum. Roseann Paradiso Fodera, einn meðlimur fjölskyldunnar ræddi við blaðamenn CNN í gær og sagði að um harmleik væri að ræða. Allir hefðu miklar áhyggjum af þeim sem væru smitaðir og hinum sem bíða í von og óvon eftir niðurstöðum úr skimunum. „Það bjóst enginn við því að ellefu barna fjölskylda myndi stráfalla á þennan hátt,“ sagði Fodera. "The second we start to grieve about one the phone rings and there's another person gone."@ChrisCuomo speaks with members of a New Jersey family who lost four relatives and have nearly 20 other relatives in quarantine because of the coronavirus. "We're just begging for help." pic.twitter.com/Va8TpbvBMH— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) March 20, 2020 Skimunin fór fram á laugardaginn og í gærkvöldi voru þau enn að bíða eftir niðurstöðum. Fjölskyldan kvartar yfir því að frægir aðilar og íþróttamenn virðist hafa forgang í rannsóknum. Samkvæmt tölum John Hopkins háskólans er búið að staðfesta rúmlega fjórtán þúsund tilfelli í Bandaríkjunum og 205 dauðsföll. Þar af einungis níu í New Jersey, þannig að tæplega helmingur þeirra sem hafa dáið þar koma úr einni fjölskyldu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira