Notum menntamilljarðana núna Jón Jósafat Björnsson skrifar 20. mars 2020 17:00 Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er slaki í viðskiptalífinu og sannarlega blikur á lofti. Við erum í besta falli í miðri ánni og sjáum ekki til lands. „Það hvessir, það rignir, en það að styttir alltaf upp og lygnir,“ söng meistarinn Raggi Bjarna. Við skulum trúa því og hefjast strax handa við að undirbúa uppbygginguna. Milljarðar í starfsmenntasjóðum Í dag horfir fólk og fyrirtæki til ríkissjóðs og hvaða stuðnings sé að vænta. En það eru fleiri sjóðir sem eru sterkir og hafa hlutverki að gegna. Með kjarasamningum árið 2000 var stigið heillaskref í þágu starfsmenntunar með stofnun starfsmenntasjóða. Í 20 ár hefur atvinnulífið og hið opinbera lagt fjármagn í þessa sjóði sem hafa það hlutverk að auka færni starfsmanna og auka þannig framleiðni fyrirtækja og stofnana. Margir þessara sjóða eru sterkir og kerfið í heild telur milljarða. Í starfi mínu sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie hef ég tekið eftir tvennu. Í fyrsta lagi er stór hluti fólks sem gerir sér ekki grein fyrir réttindum sínum og það sama á við um fyrirtæki sem einnig geta sótt í sjóðina. Í öðru lagi eru það svo reglur sjóðanna um úthlutanir sem oft eru flóknar við fyrstu sýn. Þetta tvennt gerir það að verkum að stundum meira rennur inn í sjóðina en út úr þeim. Kampavínsvísitalan og endurmenntun Á árunum eftir hrun 2009 til 2013 tvöfaldaðist velta Dale Carnegie en sala á kampavíni drógst saman um 70% frá árinu 2007 til 2010. Á kaffistofunni okkar hefur til gamans verið sett fram hagfræðikenningin um víxlverkun kampavíns og endurmenntunar. Áföll fá okkur til að staldra við, horfa inn á við og endurmeta gildi okkar. Við spyrjum okkur hvort við séum á réttri leið og hvert við viljum stefna. Undanfarna daga hafa hundruð Íslendinga sótt sér efni á heimasíðu okkar og mörg ár eru síðan að við höfum skynjað annan eins áhuga. Hefjumst handa Einhversstaðar stendur að nóttin sé alltaf dimmust rétt fyrir dögun. Fyrr en varir mun sólin rísa og þá skiptir öllu að hafa áætlun og vera í þjálfun. Ég skora á stjórnendur starfsmenntasjóðanna að útvíkka úthlutunarreglur og byggja þannig upp fólk og fyrirtæki. Viðskiptalífið þarf á margskonar aðgerðum að halda, líka í menntamálum. Ég skora líka á allt launafólk að hafa samband við sinn starfsmenntasjóð eða stéttarfélag og skoða sína inneign. Stjórnendur fyrirtækja ættu einnig að kanna hvaða möguleikar bjóðast sínum fyrirtækjum og hefjast handa við að smíða þjálfunaráætlanir. ,,Gerum það sem við getum, með það sem við höfum, þar sem við erum.“ Þessi orð Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta eiga vel við. Hefjum undirbúninginn.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar