Varaði Ólaf, Teit og félaga við að skrifa undir | „Lygar og blekkingaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 23:00 Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og hefur fagnað fjölda titla með félaginu. VÍSIR/EPA Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt. Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Fleiri fréttir Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sjá meira
Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt.
Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Fleiri fréttir Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sjá meira
Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38