Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 15:48 Mette Frederiksen, forsætisráðherra, biðlaði til landa sinna um að virða samkomubann yfir páskahátíðina og ýjaði að því að grípa þyrfti til ferðatakmarkana innanlands. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt um tvær vikur fram yfir páska, til 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. Samkomur tíu manns eða fleiri hafa verið bannaðar í Danmörku frá því á þriðjudag í síðustu viku og hefur skólum og veitingastöðum verið lokað vegna þess. Flestir opinberir starfsmenn vinna heima hjá sér. Mette Fredriksen, forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að framlenging bannsins myndi fela í sér að skólar, barir, líkamsræktarstöðvar, hárgreiðslustofur og fleira verið lokað í tvær vikur til viðbótar. Frederiksen lofaði árangur af aðgerðunum til þessa. Það sé vegna þeirra sem mikilvægt sé að halda áfram, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. „Það er mikilvægt að við sem land höldum áfram. Ég veit að þetta er virkilega erfitt fyrir marga en við trúum því að þetta virki,“ sagði forsætisráðherrann. Viðurkenndi hún að erfitt yrði að virða samkomubannið yfir páskana en hvatti fólk engu að síður til að hugsa sig um áður en það skipulegði mannfagnaði eða ferðalög. Ekki aðeins ættu Danir að forðast að fara til útlanda yfir páskana heldur einnig að ferðast innanlands. „Ég geri mér grein fyrir að fólk vill gjarnan fara í sumarbústað en við þurfum að draga úr ferðalögum. Ríkisstjórnin er að sjálfsögðu að skoða hvort grípa þurfi til frekari aðgerða í þessum efnum,“ sagði Frederiksen sem lokaði landamærum Danmerkur um þarsíðustu helgi. Alls hafa rúmlega 1.300 smit verið greind í Danmörku, sem dregið hafa þrettán manns til dauða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31