KR skuldar langmest af íþróttafélögunum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2020 11:00 KR-ingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta undanfarin sex ár. Skýrslan hefur áhyggjur af skuldsöfnuna körfuboltadeilda Reykjavíkurborgar. Vísir/Bára Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Skýrsla Reykjavíkurborgar um íþróttamál í Reykjavík sýnir að íþróttafélög innan höfuðborgarinnar skulda mikinn pening og hún hefur sérstakar áhyggjur af rekstri körfuboltadeildanna í borginni. Fréttablaðið segir í dag frá niðurstöðunum úr þessari skýrslu sem ber nafnið, Stefnumótun í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, en hún dregur upp dökka mynd af skuldastöðu félaga innan borgarinnar. KR skuldar mest af íþróttafélögunum í Reykjavík en árið 2018 skuldaði félagið tvö hundruð milljónir. Skuldastaða félaga er mjög mismunandi en heildarskuldirnar hafa aukist um 7,2 milljarða króna á tímabilinu 2014-2018. Fylkismenn hafa verið duglegastir að greiða niður skuldir og Fjölnir rauf 100 milljón króna markið árið 2018. KR, Fjölnir og Fylkir skulda mest af félögunum en KR-ingar eru næstum því hundrað milljónum hærri skuldir en hin tvö. Í skýrslunni kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður íþróttafélaganna í Reykjavík hefur vaxið gríðarlega síðan árið 2014, eða um helming. Valsmenn eru þar í algjörum sérflokki en Hlíðarendafélagið er komið yfir 350 milljón króna múrinn. Önnur félög komast varla með tærnar þar sem Valsmenn hafa hælana eins og segir í frétt Benedikts Bóas Hinrikssonar í Fréttablaðinu. Skýrslan sýnir að á flestum árum eru deildir með nokkuð jákvæða útkomu. Knattspyrnudeildir borgarinnar voru þannig með 117 milljón króna jákvæða niðurstöðu en áhyggjurnar snúa sérstaklega af rekstri körfuboltadeildanna. „Þá sést einnig að rekstur körfuboltadeilda hefur greinilega þyngst allra síðustu ár,“ segir orðrétt í skýrslunni. Körfuknattleiksdeildir borgarinnar skiluðu 12,4 milljónum í mínus en handboltinn græðir á tá og fingri. Árið 2016 var sú tala 51 milljón, ári eftir um 20 milljónir og árið 2018 skiluðu handboltadeildir borgarinnar 37 milljónum í hagnað. Það má lesa alla fréttina í Fréttablaðinu með því að smella hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íþróttir Reykjavík KR Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira