Flugfélög krefjast afnáms umhverfisskatta Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 13:09 Flugvélar lagðar við Zaventem-flugvöll í Brussel. Verulega hefur dregið úr flugumferð eftir að ríki komu á ferðatakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/EPA Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna. Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópsk flugfélög sem róa nú sum lífróður vegna kórónuveirufaraldursins krefjast þess að þau verði losuð undan því að greiða umhverfisskatta sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi. Sum staðar eru þó kröfur uppi um að stjórnvöld setji samdrátt í losun sem skilyrði fyrir því að bjarga flugfélögum. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í heiminum hafa haft gríðarleg áhrif á flugfélög. Þau hafa brugðist við með því að fella niður ferðir, segja upp þúsundum starfsmanna og leita á náðir stjórnvalda til að bjarga sér frá falli. Icelandair sagði meðal annars um 240 manns og lækkaði starfshlutfall annarra starsfmanna í gær. Einn liður í þeirri viðleitni er krafa flugfélaganna um að ríki felli annað hvort niður eða fresti ýmsum umhverfissköttum og gjöldum. „Eftir að neyðarástandinu lýkur vonum við að ríkisstjórnir geri sér grein fyrir hversu brothættur þessi iðnaður er vegna lítils svigrúms og hás fjármagnskostnaðar. Að það sé ekki endilega skynsamlegt efnahagslega og fjármálalega að hækka skatta á geira sem er kerfislega veikur og efnahagslega veikur,“ segir Alexandre de Juniac, formaður Alþjóðasambands flugfélaga (IATA). Tækifæri til að draga úr losun? Reuters-fréttastofan segir að ástandið nú vegna faraldursins hafi vakið upp spurningar um hvort að ríki heims eigi að forgangsraða björgun flugfélaga fram yfir loftslagsmarkmið sín eða notfæra sér það til þess að ná markmiðunum. Um 2,5% heildarlosunar manna er vegna flugsamgangna. Sum staðar hafa umhverfisverndarsamtök lagt til að samdráttur í losun verðir settur sem skilyrði fyrir því að ríki bjargi flugfélögum. „Flugfélög sem kalla eftir aðstoð almennings á erfiðum tímum ættu að fallast á að þau þurfi að greiða skatta þegar ástandið er gott,“ segir Andrew Murphy, frá samtökunum Samgöngum og umhverfi. Þau leggja til að flugfélög verði látin samþykkja að nota umhverfisvænna eldsneyti og greiða nýja skatta þiggi þau aðstoð skattborgara. Eins og stendur áætla sérfræðingar að minnkandi umsvif vegna faraldursins leiði líklega til samdráttar í losun frá flugsamgöngum og öðrum iðnaði á ársgrundvelli. IATA telur að flugumferð gæti dregist saman um 16% á þessu ári. Losun gróðurhúsalofttegunda myndi þá dragast saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings sem er þó aðeins dropi í hafi árlegrar heildarlosunar manna.
Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Skattar og tollar Tengdar fréttir Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið hefur dregist saman um tæp sextíu prósent á síðustu tíu dögum. Mestu munar um mikinn samdrátt í alþjóðlegu flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og til og frá Keflavíkurflugvelli. 24. mars 2020 11:22
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36