Hermann Hreiðars: Hentar okkur frábærlega af því að það vantar mikið þegar það vantar Jóa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 14:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik á móti heimsmeisturum Frakka. Hann er íslenska landsliðinu afar dýrmætur. Getty/ Jean Catuffe Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gær og þar ræddu þeir meðal annars möguleika íslenska landsliðsins á móti Rúmeníu í baráttunni um sæti á EM og hvort að það hafi verið gott fyrir íslenska liðið að leiknum var frestað. Hinn mikilvægi leikur Íslands og Rúmeníu var færður frá 26. mars til 4. júní vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Ísland þarf að vinna Rúmeníu og úrslitaleik á móti Ungverjalandi eða Búlgaríu á útivelli til þess að tryggja sér farseðil á úrslitakeppni EM næsta sumar. Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018Getty/Clive Mason „Var það gott fyrir okkur að þessum leik var frestað,“ spurði Guðmundur Benediktsson en íslenska liðið var með lykilmenn í meiðslum og sumir landsliðsmannanna voru heldur ekki að spila mikið með sínum liðum. „Var ekki ágætt að fresta þessu og þá fyrst og fremst upp á Jóhann Berg. Mér hefur hann fundist vera svolítill lykilmaður hjá okkur í síðustu leikjum og síðustu ár,“ sagði Hermann Hreiðarsson og bætti við: „Hann hefur eitthvað sem enginn annar hefur í liðinu. Hann er hrikalega öflugur að hlaupa með boltann og bera upp liðið. Hann er náttúrulega frábær knattspyrnumaður. Mér finnst vanta mikið þegar vantar Jóa og ég er því á því að þetta hafi hentað okkur frábærlega,“ sagði Hermann. Hermann Hreiðarsson og Ólafur Kristjánsson voru gestir Guðmundar Benediktssonar í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport.Skjámynd/S2 Sport Ólafur Kristjánsson minntist þá þess þegar Jóhann Berg Guðmundsson var að byrja ferilinn sinn hjá honum í Breiðabliki. „Ég glotti aðeins við tönn þegar þú varst að tala um Jóa. Ég man eftir honum þegar hann var að koma upp á sínum tíma. Að við sætum hérna tólf árum síðar og töluðum um það að það væri gott fyrir landsliðið að fá þessa frestum af því að hann væri með. Ekki það að hann hafi verið eitthvað slakur heldur bara að ég man eftir honum sem patta,“ sagði Ólafur Kristjánsson og hann er sammála Hermanni um að frestunin hjálpi íslenska liðinu frekar en því rúmenska. „Ef við hefðum verið með alla leikmennina okkar í toppstandi þá hefðum við átt góða möguleika á móti Rúmeníu í þessum leik og svo í framhaldinu. Þetta voru þjóðir sem eiga að henta okkur ágætlega,“ sagði Ólafur. Jóhann Berg Guðmundsson hefur lítið spilað í vetur vegna meiðsla en nýtir vonandi hléið á ensku úrvalsdeildinni til að ná sér góðum af meiðslunumGetty/Clive Brunskill „Eins og staðan var með lykilleikmenn okkar þá var ágætt að það kom frestun. Gefum okkur það að það verði spilað 4. júní þá fara allir meira á sama „level“. Ég held að það sem hefur verið einkenni íslenska landsliðsins undanfarin ár og verið styrkurinn er það að við höfum meiri mótstöðukraft en í fyrsta lagi Rúmenarnir til að spila leik 4. júní nokkuð óundirbúnir. Ef að verður þá eigum við flotta möguleika á móti þeim,“ sagði Ólafur Kristjánsson en það má sjá umræðum þeirra hér fyrir neðan. Klippa: Hemmi og Óli um Rúmeniuleik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira