Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í knattspyrnu. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira